top of page

Viðburðastjóri

Viðburðastjóri bera ábyrgð á því að mót eða rafíþróttaviðburður fari eins og lofað var.

 

Það eru viðburðir sem gefa líf í rafíþróttir. Það er erfitt að setja í gang stórt mót en það er ótrúlega gefandi. 

Hvað gerir viðburðarstjóri?

Viðburðastjóri bera ábyrgð á því að mót eða rafíþróttaviðburður fari eins og lofað var. Þá þarf að ná ákveðnum áhorfendahóp, selja ákveðið marga miða og almennt fá jákvæð viðbrögð frá samfélaginu og fjölmiðlum. Einnig að ná að komast í gegnum erfiðleika sem geta komið upp á mótinu. 

 

Þetta svipar til ýmissa hlutverka sem við höfum lýst áður en þetta hlutverk snýst einungis að því að halda góðan viðburð eða mótaröð. 

 

Hlutverkið er fjölbreytt - sem viðburðarstjóri þarft þú að vera í bandi við mörg mismunandi teymi. Framleiðsluteymi, fjármagnara, staðarhaldara, markaðsteymi og söluteymi bara til að nefna nokkur. 

 

Viðburðarstjóri þarf að koma með nýjar hugmyndir, lausnir og leiðir til að láta viðburðinn ganga, sérstaklega þegar siglt er upp í mót. Það þarf að sjá um teymi, tekju- og útgjaldaáætlun, skoða mögulega staði til að halda, sjá um tækjapöntun og ráða verktaka til að sjá um svoleiðis og almennt hafa öryggismál á hreinu áður en mót byrjar. 

 

Það þarf einnig að hafa á hreinu að tæknilega hliðin sé skipulögð, til dæmis að öll kerfi séu rétt upp sett, netið sé eins og það á að vera og allt annað sé á réttum stað. 


 

Hvaða hæfni þarf?

Viðburðarstjóri þarf mjög góða skipulagshæfni og þarf að geta gert margt í einu. 

 

Vegna þessa þarf góða samskiptahæfileika. Það er mikilvægt að geta hugsað skapandi og geta unnið í krefjandi umhverfi. 

 

Tæknileg þekking er líka mikilvæg, þá getur þú vitað hvað þarf að laga ef eitthvað kerfi liggur niðri, til dæmis. 

 

Sumt sem gagnast viðburðarstjóra gagnast einnig sölu- og markaðsfólki og umboðsmönnum, þ.e. Að maður þarf að hafa samningshæfileika og skipulagshæfni. Það er bæði hægt að taka áfanga og starfsreynslu í faginu, sem getur nýst manni að koma sér inn í fagið.

d36a67847e180ecd.jpg

Almannatengsl og markaðsfræðingur

ryan-hart-pro-gamer.jpg

Atvinnumaður

AronÓlafs.jpg

Framkvæmdastjóri

journalism-esports-careers.jpg

Fréttaritari/stafrænn efnissmiður

HR-in-esports-not-sales.jpg
esports-host-su-collins.jpg

Lýsendur/kynnir

Mannauðsstjóri

HR-esports.jpg
esports-referee-2020-300x200.jpg
observerjpg.jpg

Sala

Mótastjóri

Myndblandari

communitymanagerjpg1.jpg

Samfélagsstjóri

esports-broadcasting-production-2020-by-
agentjpg1.jpg

Útsending og framleiðsla

Umboðsmaður

dota-2-esl-one-gallery.jpg

Viðburðastjóri

coach-gregan-2020.jpg
product-management-esports.jpg

Þjálfari/greinandi

Vörustjóri

bottom of page