Hvað er FRÍS?

FRÍS, eða Framhaldsskólaleikar RÍSÍ, er rafíþróttakeppni íslenskra framhaldsskóla sem haldin var í fyrsta sinn vorið 2021 þar sem Tækniskólinn stóð uppi sem sigurvegari, en 14 skólar voru skráðir til leiks. Á FRÍS er keppt í þremur tölvuleikjum, Counter-Strike:Global Offensive, Rocket League og FIFA. Sýnt verður frá undanúrslitum og úrslitum keppninnar í vikulegum þáttum á Stöð 2 Esport og twitch.tv/rafithrottir frá og með 17. febrúar þar sem Kristján Einar fær til sín Egil Ploder, Donnu Cruz og Króla til þess að lýsa leikjunum.

Skráning í FRÍS er hafin og getur hver skóli sent inn eitt lið fyrir hvern þeirra leikja sem keppt er í. Skráning er opin til og með mánudeginum 20. desember. Þátttökugjaldið fyrir FRÍS er 35.000 kr per skóla. Nálgast má skráningarformið hér: https://forms.gle/r76vox8EoVagUYue9

Keppendur í aðalliði CS:GO skulu vera fimm, keppendur í aðalliði Rocket League skulu vera þrír og keppendur í aðalliði FIFA skulu vera tveir. Varamenn mega síðan vera allt að þrír í CS:GO og Rocket League, og allt að tveir í FIFA 22. Athugið að til þess að eiga möguleika á því að keppa í úrslitakeppninni (fara áfram í undanúrslit) þarf að vera með lið í öllum leikjum. 
Við gerum síðan þá kröfu að í öllum liðum skuli vera keppendur af fleiri en einu kyni.

​Nánari upplýsingar má finna í skráningarforminu hér að ofan, einnig má þar finna reglur fyrir alla leikina.

Hægt er að hafa samband við Ásdísi Erlu, verkefnastýru FRÍS fyrir nánari upplýsingar á asdis@rafithrottir.is.

Ekki hika við að hafa samband ef einhverjar spurningar vakna!