Hvað er FRÍS?

FRÍS, eða Framhaldsskólaleikar RÍSÍ, er rafíþróttakeppni íslenskra framhaldsskóla sem haldin var í fyrsta sinn vorið 2021 þar sem Tækniskólinn stóð uppi sem sigurvegari, en 14 skólar voru skráðir til leiks. Keppnin fór fram í annað sinn vorið 2022 og stóð Tækniskólinn aftur uppi sem sigurvegari, annað árið í röð.

Á FRÍS er keppt í þremur tölvuleikjum, Counter-Strike:Global Offensive, Rocket League og Valorant. Sýnt verður frá undanúrslitum og úrslitum keppninnar í vikulegum þáttum á Stöð 2 Esport og twitch.tv/rafithrottir

Skráning í FRÍS hefst í haust.

Keppendur í aðalliði CS:GO skulu vera fimm, keppendur í aðalliði Rocket League skulu vera þrír og keppendur í aðalliði Valorant skulu vera fimm. Varamenn mega síðan vera allt að þrír í öllum leikjum. Athugið að til þess að eiga möguleika á því að keppa í úrslitakeppninni (fara áfram í undanúrslit) þarf að vera með lið í öllum leikjum. Við gerum síðan þá kröfu að í öllum liðum skuli vera keppendur af fleiri en einu kyni.

​Nánari upplýsingar má finna í skráningarforminu hér að ofan, einnig má þar finna reglur fyrir alla leikina.

Hægt er að hafa samband við Ásdísi Erlu, verkefnastýru FRÍS fyrir nánari upplýsingar á asdis@rafithrottir.is.

Ekki hika við að hafa samband ef einhverjar spurningar vakna!

FRIS_FB_cover_COLORFUL_3.png