top of page
Fræðsla

RÍSÍ hafa undanfarið ár farið víða með fyrirlestrana sína og núna höfum við einnig farið af stað með þjálfaranámskeið til að undirbúa alla sem eru að fara starfa í kringum rafíþróttir. Einnig bjóðum við upp á fyrirlestra og fræðslu um rafíþróttir ásamt því að vera stofnunum innan handar við að skipuleggja starfsemina sína. 

Fyrirlesarar RÍSÍ hafa mikla reynslu af ræðuhöldum og framkomu.

Fyrirlestur

Fjallað er um jákvæða upplifun af tölvuleikjaspilun og hvernig foreldrar eða samfélög geta stuðlað að jákvæðari upplifun ungmenna af tölvuleikjaspilun. Góð stund fyrir fyrstu kynni af rafíþróttum.

Hafið samband fyrir verð.

Þjálfaranámskeið

Farið er inná skilgreiningu rafíþrótta, æfingarviðmið fyrir mismunandi aldurshópa, líkamlega þætti sem skipta máli í rafíþróttum, andlega þætti sem skipta máli í rafíþróttum ásamt því að unnin eru þrjú hópaverkefni þar sem viðstaddir fá reynslu í því að búa til sínar eigin rafíþróttaæfingar frá grunni. Markmið námskeiðisins er að rafíþróttadeildin og allir sem tengjast félaginu séu tilbúnir að taka næstu skref af öryggi í uppbyggingu deildarinnar. Námskeiðið þarfnast engrar fyrri þekkingar á tölvuleikjum eða rafíþróttum og er vel til þess fallið að kynna stjórnendur eða lykilaðila í samfélaginu fyrir rafíþróttum og því starfi sem félagið hyggst byggja upp.

 

Verð er 180.000kr fyrir fyrstu 15 þátttakendurna og 20.000kr fyrir hverja 5 eftir það. Ef hópurinn er stærri en 30 manns þarf að fá sérstakt tilboð.

Vinnustofa

Snert er á öllum öngum rafíþrótta þar sem þátttakendur eru látnir fá það verkefni að búa til rafíþróttalið og kljást við öll þau verkefni sem því fylgja s.s. markaðssetningu, undirbúninging æfinga o.fl. Að verkefni loknu verða þátttakendur búin að auka hæfni sína í öllum hlutum rafíþrótta. Farið er sérstaklega yfir mikilvægi heilbrigðs lífsstíls og góðra samskipta. Vinnustofan þarfnast engrar fyrri þekkingar á tölvuleikjum eða rafíþróttum og hentar vel grunn- og framhaldsskólum sem vilja kynna nemendur sínar fyrir rafíþróttum og þeim tækifærum sem rafíþróttageirinn býður upp á.

Hafið samband fyrir verð.

bottom of page