top of page
Jafnréttisstefna RÍSÍ

Í lögum RÍSÍ kemur fram að samtökin skuli gæta jafnræðis og jafnréttis. Eftirfarandi stefna hefur verið tekin upp innan Rafíþróttasamtaka Íslands:

 

Stefna RÍSÍ er að:

 1. Auka þátttöku annarra en karla í rafíþróttum í þeim tilgangi að jafna kynjahlutföll.​
     a. Auka sýnileika annarra en karla í rafíþróttaumhverfinu í þeim tilgangi að jafna kynjahlutföll.

 2. Byggja upp öruggt umhverfi fyrir öll til að njóta sín í rafíþróttum

RÍSÍ ætlar að ná markmiðum þessum með skynsömum ákvörðunum og skýrum aðgerðum.

Samtökin munu kalla eftir greinagóðum gögnum frá aðildarfélögum um iðkendur og keppendur á þeirra vegum, ásamt því að taka inn greinargóð gögn um þátttakendur í mótum á vegum samtakanna, í þeim tilgangi að fá stefnuleiðandi upplýsingar um stöðu rafíþrótta á landsvísu, sérstaklega hvað varðar kynjahlutfall. Aukin áhersla hefur verið lögð á að hlusta á önnur kyn í rafíþróttasamfélögum til að heyra þeirra sjónarmið og læra af þeirra upplifun til að hægt tryggja öruggt umhverfi fyrir alla í mótum og keppnum á vegum samtakanna.


 

Samtökin hafa nú þegar unnið að þessum markmiðum með margvíslegum verkefnum. Samtökin munu halda áfram að vinna í þeim verkefnum ásamt nýjum, en hér eru þau 13 verkefni sem ráðist verður í og/eða haldið áfram að vinna í til að tryggja skýra stefnu samtakanna:

 1. Aukin áhersla hefur verið lögð á að byggja öruggt umhverfi og ánægjulega upplifun.

 2. Aukin áhersla hefur verið lögð á félagslega hluta keppna og móta og upplifun keppenda. 

 3. Boðið hefur verið upp á mót fyrir aðra en karla í samfélögum þar sem grundvöllur er fyrir slíkum. 

 4. Aukin áhersla hefur verið lögð á að hafa konur í birtingamyndum við framleiðslu rafíþróttaefnis hjá samtökunum. 

 5. Samtökin hafa hvatt fréttastofur til að leggja aukna áherslu á umfjöllun um konur sem spila tölvuleiki og munu halda því áfram. 

 6. Miðað verður við að kynjahlutfall starfsmanna á skrifstofu RÍSÍ séu jöfn.

 7. Miðað verður við að kynjahlutföll í mótsstjórnum RÍSÍ séu sem jöfnust.

 8. Kvörtunarmál hafa verið tekin föstum tökum og ávallt staðið með þolendum.

 9. RÍSÍ mun afli sér þekkingar á verkefnum þar sem hefur gengið vel erlendis og miðli á Íslandi. 

 10. Haldið verður áfram að breyta staðarheitum inn í leikjum í útsendingum sem bera niðrandi nöfn. 

 11. Aukin áhersla hefur verið lögð á að koma auga á og viðurkenna vanda. Með því að viðurkenna útilokandi hegðun getum við tekið á henni og breitt til. Sem dæmi má nefna innbyggðan halla þegar karlar reyna að búa til mót að þá gleymist oft hið félagslega eða manneskjulega og allt snýst um að skapa sem hörðustu keppnina og áherslur á að fá bestu liðin til að keppa mest spennandi úrslitaleikinn, en ekki upplifun keppenda.

 12. Aukin áhersla hefur verið lögð á að stytta spilatíma og setur í mótum. Kannanir sýna að konur spila í styttri tíma en karlar og jafnframt helst þetta í hönd við stefnu samtakanna að auka heilbrigði í spilamennsku. Samtökin hreinlega setja ekki nafn sitt og stuðning lengur við mót þar sem ætlast er til að keppendur sitji meira en 8 tíma á dag við að spila, þar með talið lön.

 13. Aukin áhersla hefur verið lögð á að hlusta á konur í rafíþróttasamfélögum til að heyra þeirra sjónarmið og læra af þeirra upplifun.

bottom of page