top of page

Framkvæmdastjóri

Að stjórna fyrirtæki eða liði tekur rosalega mikla vinnu og metnað , en það getur líka verið mjög gefandi. 

 

Hvað gerir framkvæmdastjóri?

Eigandi hefur umsjón yfir öllu sem tengist því hvernig rafíþróttafélag eða lið starfar. Í því er innifalið að ráða starfsfólk, ákveða hvaða leikir og mót þeir eiga að taka þátt í, siðareglur og stefna fyrirtækisins, markaðssetning og viðskipta plan.  Einnig sér hann um reikninga, borgar út launin, sér um samstarfsaðila og fl. 

 Þó að framkvæmdastjórinn kannski ekki að vinna í öllum þessum málefnum á hverjum degi, þá geta þeir haft starfsfólk í vinnu við að sjá um það og sem eigandi þá hafa þeir loka orð á öllum ákvörðunum sem móta stefnu og framtíð fyrirtækisins. 

 

Sumir eigendur vilja helst einbeita sér að liðs uppsetningu og að ná inn bestu leikmönnunum, meðan aðrir eru mest í því að tryggja ný samstörf á meðan en aðrir vilja frekar vera í hefðbundara starfi framkvæmdastjóra og setja upp mismunandi deildir til að sinna áður nefndum verkefnum.  

 

 Samtök hafa líka liðsstjóra sem sér um leikmennina og vinnur með þjálfurunum. 

 

Hvaða hæfni þarftu?

Eigendur rafíþróttaliða og framkvæmdastjórar eru mjög oft frumkvöðlar, metnaðarfullir og skapandi. 

Þeir þurfa alltaf að halda sér skrefi á undan leiknum, bera kennsl á nýjar týskur og vinna úr þeim til að passa að samtökin vaxi og slái í gegn. 

 

Sumir eigendur segja að sigur skipti öllu og munu alltaf setja úrslit í forgang fyrir allt annað sem tengist bransanum, á meðan að aðrir einbeita sér að einstakri siðfræði og stíl , eða setja aðdáendur í forgang. 

 Sama hvaða átt þín samtök fara þá þarftu að hafa gott nef fyrir viðskiptum, vera frábær í mannlegum samskiptum og mjög metnaðarfullur. Það er ekki auðvelt að ná langt í rafíþróttum sem eru alltaf að verða vinsælli og þú munt alltaf vera í keppni við stór samtök með mikið fjármagn fyrir aftan sig. 

 

Vinnutímar og laun

Það eru engin takmörk. Ef þú ert að sjá um félag þá getur lífið þitt þurft að snúast um það. Ef þú horfir á menn eins og Sam Mathews og Michael O’Dell hjá Fnatic, þá sérðu menn sem lifa fyrir liðin sín og gera fátt annað en að vinna í þeim og eru augljóslega að njóta þess. 

 Ef þú býrð til lið sem nýtur velgengni um allan heim, þá getur þú selt liðið fyrir margar milljónir, eða haldið áfram og verið með stöðugar tekjur.

d36a67847e180ecd.jpg

Almannatengsl og markaðsfræðingur

ryan-hart-pro-gamer.jpg

Atvinnumaður

AronÓlafs.jpg

Framkvæmdastjóri

journalism-esports-careers.jpg

Fréttaritari/stafrænn efnissmiður

HR-in-esports-not-sales.jpg
esports-host-su-collins.jpg

Lýsendur/kynnir

Mannauðsstjóri

HR-esports.jpg
esports-referee-2020-300x200.jpg
observerjpg.jpg

Sala

Mótastjóri

Myndblandari

communitymanagerjpg1.jpg

Samfélagsstjóri

esports-broadcasting-production-2020-by-
agentjpg1.jpg

Útsending og framleiðsla

Umboðsmaður

dota-2-esl-one-gallery.jpg

Viðburðastjóri

coach-gregan-2020.jpg
product-management-esports.jpg

Þjálfari/greinandi

Vörustjóri

bottom of page