Myndblandari
Hvað er Myndblöndun?
Myndblandari er einhver sem stjórnar myndavélum inn í leik fyrir útsendingu á rafíþróttum.
Þeir þurfa að bera kennsl á lykilspil, passa að myndavélin sé að beina að mest spennandi atvikum í leiknum og velja hápunkta úr leiknum fyrir endursýningu.
Myndblandari þarf að vinna með framleiðslu liðinu fyrir aftan tjöldin, oft í nánu sambandi við útsendingar men og lýsendum.
Myndblandarar gætu þurft að klippa myndefni og vera aktífur á samfélagsmiðlum til að fylgjast með þróun leikja og halda í við það sem er að gerast í samfélaginu.
Sumir viðburðir hafa marga myndblandara sem og leikjstjóra til að skipta á milli þeirra, út frá leiknum sem er spilaður
Hvaða færni þarf að hafa?
Til þess að sinna þessu hlutverki þá þarftu að skilja leikin mjög vel. Þú þarft að geta haldið einbeitingu út alla útsendinguna og hafa næga kunnáttu á leikin til þess að sjá fyrir þér hvað er að fara gerast næst.
Sem dæmi um sérstaka færni sem stóru fyrirtækin eru að leita af, þá bað Riot Games, í auglýsingu fyrir starf við myndblöndun, um glögga einstaklinga með reynslu við leikin sem þeir eiga að vinna við, einbeittir, áreiðanlegir, tímanlegir og góðir að vinna í hóp.
Það getur verið að mismunandi hæfileika þurfi fyrir mismunandi týpu af leikjum sem þú ert að vinna við. FPS leikir eru til dæmis allt öðruvísí til að horfa á en MOBA leikir.
Myndblöndun tekur svakalega mikla einbeitingu - ef þú missir af mikilvægu atviki í leiknum eða gerir mistök með myndavélina geta áhorfendur heima eða á staðnum orðið frústreraðir.
Myndblandarar sjá oftast líka um sjón blöndu, þar sem þeir hafa takka fyrir mynd í mynd og til að fara í endursýningar, eða kapphlaup að bækistöð svo eitthvað sé nefnt.
Hvernig þú getur orðið Myndblandari
Að hafa reynslu hjálpar svo sniðugt getur verið að vinna sjálfboðastarf á litlum mótum eða viðburðum til að koma tánum inn fyrir dyrnar svo þú getir fengið borgað starf síðar meir.
Sniðugt er líka að búa til möppu eða kynningu fyrir mögulega verðandi vinnuveitendur til að sýna þeim hvað þú kannt.
Vinnutímar
Myndblöndun tekur ekki jafn mikla undirbúnings vinnu og önnur störf sem eru fyrir framan myndavélina sem gerir það að verkum að vinnu tíminn þinn er jafn langur og leikurinn, plús einn til einn og hálfan klukkutíma til að setja upp fyrir viðburðin.
Myndblandarar munu vanalega vera kallaðir inn fyrir sérstaka viðburði, svo það er mjög algengt að þeir starfi í hlutastarfi eða sem verktakar, en þó eru líka stöður fyrir fulla vinnu.