top of page

Vörustjóri

Vörustjóri getur verið mjög krefjandi starf, en hvað snýst það um? Við lítum aðeins á hvað það þýðir í rafíþróttum.   

 Almennt þá munu vörustjórar vanalega fylgjast með sérstakri vöru, þjónustu eða verkefni. Þeir munu þróa það og sjá til þess að það mætir þörfum viðskiptavina. 

 

Þetta er alltumlyggjandi starf sem getur meðal annars snúist um að þróa viðskiptastefnu , sjá til þess að ákveðnu markmiði sé náð, sem og sum af sömu skyldum og almannatengsl/markaðssetning. 

 Vörustjóri mun greina markaðins, þróa sýn eða markmið fyrir sérstaka vöru og mun þurfa að vinna með nokkrum deildum til þess að ná vörunni á markað. Vörustjóri þarf líka að sjá til þess að allt sé á réttum tíma fyrir útgáfu. 

 

Í rafíþróttum mun vörustjóri oft bera ábyrgð á að fylgjast með sérstakri deild, viðburð eða öðrum frumkvæðum. Í samtökum, geta þeir þurft að vinna að nýju “appi” eða vörum eins og aukahluti fyrir tölvur eða önnur verkefni með styrktaraðilum og samstarfsaðilum. 

 Vörustjóri fyrir rafíþrótta viðburði eða mótastjórn gæti þurft að hafa umsjón á atvinnumanna deild í rafíþrótt og bera þá ábyrgð á starfsemi keppninnar og jafnvel unnið að samfélagsmiðla stefnu. Þegar unnið er að deild getur þú þurft að hafa frumkvæði af því keyra upp þátttöku, hjálpa við að þróa hönnunar form mótsins og koma með skapandi lausnir. 


 

Hvaða hæfileika þarftu fyrir starfið?

 

Þú þarft að vera góður í samskiptum, liðsmaður með gott nef fyrir viðskiptum og getuna að vinna undir pressu. Reynsla í sölu, viðburðum og viðburðarstjórn, sem og rafíþróttum hjálpar auðvitað líka.  

 Leiðtogahæfileikar hjálpa líka og í sumum stofnunum gætir þú þurft að ferðast mjög reglulega. Að vera góður í að hugsa út fyrir ramman er líka mikill kostur.  


 

Vinnutímar

 

Í sambandi við vinnutímana, þá fara þeir eftir því hvað er verið að vinna í. Starfsemin getur rokið upp í kringum sérstakan viðburð eða útgáfu á vöru og í þeim tilfellum getur þú þurft að vera mikið á svæðinu, en þegar það er búið þá geta vörustjórar vanalega fara í meiri 9-5 vinnutíma. En það er breytilegt og þú gætir þurft að skila inn yfirvinnu þegar þörf er á því , sérstaklega ef skilafrestur er að renna út.

d36a67847e180ecd.jpg

Almannatengsl og markaðsfræðingur

ryan-hart-pro-gamer.jpg

Atvinnumaður

AronÓlafs.jpg

Framkvæmdastjóri

journalism-esports-careers.jpg

Fréttaritari/stafrænn efnissmiður

HR-in-esports-not-sales.jpg
esports-host-su-collins.jpg

Lýsendur/kynnir

Mannauðsstjóri

HR-esports.jpg
esports-referee-2020-300x200.jpg
observerjpg.jpg

Sala

Mótastjóri

Myndblandari

communitymanagerjpg1.jpg

Samfélagsstjóri

esports-broadcasting-production-2020-by-
agentjpg1.jpg

Útsending og framleiðsla

Umboðsmaður

dota-2-esl-one-gallery.jpg

Viðburðastjóri

coach-gregan-2020.jpg
product-management-esports.jpg

Þjálfari/greinandi

Vörustjóri

bottom of page