top of page

Fréttritari/stafrænn efnissmiður

Fréttaritari

Sá sem tekur saman og greinir upplýsingar og setur það í skiljanlegt samhengi í almannaþágu. 

 

Blaðamenn geta unnið á alls kyns miðlum, blöðum og tímaritum, útvarpi, sjónvarpi og á netinu - hvort sem það sé skrifuð grein eða myndband. 

 

Rafíþróttablaðamenn þurfa að skrifa fréttir, greiningar, skoðanapistla og leikjaskýrslur, ásamt því að taka viðtöl við leikmenn og aðra innan iðnaðarins. Ritstjórar sjá um það hvaða fréttir á að skrifa og þau deila út verkefnum til blaðamanna, ásamt því að lesa yfir og ritstýra. Þau finna einnig fyrirsagnir og reyna að “beina” fréttinni í rétta átt - þ.e. Hver er fókusinn í fréttinni. 

 

Það er mjög mikilvægt fyrir blaðamann að hafa gott tengslanet í iðnaðinum - þá getur maður kannski fengið að heyra af einhverju skúbbi á undan öllum öðrum. 

 

Blaðamenn þurfa þó að passa sig. Auðvitað þarf að gefa lesendum það sem þau vilja, en ef þú veldur manneskju eða liði óþarfa þjáningu með því þá ertu að gera eitthvað vitlaust. Til dæmis, ef það eru rifrildi innan rafíþróttaliðs, ef leikmaður er tekinn ósanngjarnt úr einu liði yfir í annað eða ef leikmenn eru ásakaðir um að hagræða úrslitum.  

 

Blaðamenn verða að fullvissa sig um að hafa einungis staðreyndir. Til eru ýmsir leiðarvísar um það. Það að segja rangt í frétt getur verið mjög slæmt, þá sérstaklega ef fréttin ásakar einhvern um eitthvað. Það gæti endað í dómssal og skaðað orðspor þitt sem blaðamaður og orðspor miðilsins sem þú vinnur hjá. Vegna þessa er það ábyrgð blaðamanns og ritstjóra að það sem gefið er út sé rétt með því að skoða heimildir vel og rannsaka allt í þaula. 

 

Þú þarft að vera hlutlaus, segja báðar hliðar einnar sögu, vinna hratt og skila af þér á réttum tíma.

Stafrænn efnissmiður

Svipar til blaðamanns en er minna um fréttir og meira um skemmtun. 

 

Til dæmis, ef vörumerki eða styrktaraðili ætlar að framleiða myndbandaseríu um rafíþróttir þá sækja þau í stafræna efnissmiði. 

 

Dæmi um efnissmiði eru sérhæfðir fréttaritarar fyrir sérhæft teymi eða leikjahönnuð. Annars eru það einkyrkar sem vinna oft bara fyrir sig sjálf, myndbandagerð á YouTube, streymarar eða hlaðvarparar, sem fá tekjur í gegnum auglýsingar eða framlög frá aðdáendum. Hvernig verður maður stafrænn efnissmiður?

Það er mjög auðvelt að koma sér af stað þegar Twitch og YouTube eru til staðar. Þú byrjar þína eigin rás og byrjar að gefa út efni. 

 

Þú getur líka byrjað með þína eigin blogg síðu og skrifað um hvað sem þú vilt. Það er samt sniðugt að sérhæfa sig aðeins - þú skrifar einungis um skotleiki eða MOBA leiki. 

 

Ef þú vilt vinna sem blaðamaður eða efnissmiður hjá einhverju fyrirtæki er það vel þess virði að koma sér í einhverja starfsreynslu til að byrja með. Þar getur þú fengið alls kyns hæfni í hinu og þessu sem mun hjálpa þér til lengri tíma. 

 

Það eru líka alls kyns námsleiðir í blaðamennsku og myndbandsgerð. 

 

Ræddu við blaðamenn í bransanum, lestu eins mikið og þú getur um málið, skrifaði þitt eigið blogg - ekki hætta að spyrja spurninga. 

 

Á maður að vera á samning eða lausamanneskj?

Að vera á samningsbundnum launum veitir þér öryggi og stöðug laun en lausamennska er talsvert frjálsara fyrirkomulag.

 

Það er alls ekki auðvelt að vera lausamanneskja, það skiptist í raun eftir mánuðum hvort það sé mikið að gera. Sem lausamanneskja þarft þú líka að bíða eftir launaseðlum og þarft að  setja allt upp sjálf/ur í skattaskýrslu.

d36a67847e180ecd.jpg

Almannatengsl og markaðsfræðingur

ryan-hart-pro-gamer.jpg

Atvinnumaður

AronÓlafs.jpg

Framkvæmdastjóri

journalism-esports-careers.jpg

Fréttaritari/stafrænn efnissmiður

HR-in-esports-not-sales.jpg
esports-host-su-collins.jpg

Lýsendur/kynnir

Mannauðsstjóri

HR-esports.jpg
esports-referee-2020-300x200.jpg
observerjpg.jpg

Sala

Mótastjóri

Myndblandari

communitymanagerjpg1.jpg

Samfélagsstjóri

esports-broadcasting-production-2020-by-
agentjpg1.jpg

Útsending og framleiðsla

Umboðsmaður

dota-2-esl-one-gallery.jpg

Viðburðastjóri

coach-gregan-2020.jpg
product-management-esports.jpg

Þjálfari/greinandi

Vörustjóri

bottom of page