top of page

Samfélagsstjóri

Einstaklingur sem heldur utan um samfélag ákveðins leiks, rafíþróttar, mótshaldara eða annars hluta spilunar. 

 

Rafíþróttir eru með risa stóran hóp aðdáenda um allan heim. Lið, deildir og önnur vörumerki innan bransans þurfa góða samfélags stjórnendur til að ná til aðdáenda og halda áhuganum. 

 

Hvað er samfélagsstjórnandi? 

Það er einstaklingur sem getur haldið utan um samfélag ákveðins leiks, rafíþróttar, mótshaldara eða annars hluta spilunar. 

 

Það getur til að mynda verið með því að eiga samskipti við samfélagið á Twitter, Facebook og Snapchat, eða öðrum miðlum einsog YouTube, Reddit, bloggum, Twitch eða umræðuvefsíðum. 

 

Vinna samfélagsstjórnanda skiptir miklu máli hvað varðar viðhorf aðdáenda til ákveðins liðs, vöru eða vörumerkis. Þau vinna því oft með einstökum liðum eða með almannatengsla fyrirtækjum sem tengjast rafíþróttum. Hlutverkin eru oft að skrifa fréttatilkynningar, taka viðtöl og vera virk á samfélagsmiðlum. 

 

Hér vinnur maður mjög mikið með fólki. Reynsla úr mannauðsstjórnun kann því að vera gagnleg. Þú þarft líka að vinna náið með vöruþróun og söluteymum.

 

Hvaða hæfni þarf?

Samfélagsstjórnendur þurfa að kunna á samfélagið sem þeir eru að vinna með, þann leik sem þau fylgja, vörur og vörumerki sem þeim tengjast og hvernig hópurinn er byggður upp. 

 

Tölvuleikja- og rafíþróttasamfélagið allt getur verið mjög tilfinningaríkt og situr ekki á skoðunum sínum. Þú þarft þolinmæði og skilning. 

 

Þú þarft að þekkja samfélagsmiðla vel og vera á tánnum varðandi hvað er nýtt og hvað ekki. Ákvarðanatakan er líka mikilvægur hluti - hvaða efni deilir þú áfram og hvað ekki, til dæmis.

 

Mælt er með góðum samskiptahæfileikum, ritfærni, og hæfni í myndbandaklippi og grafískri hönnun. 

 

Það þarf einnig að mæta á viðburði, skipuleggja hittinga á milli leikmanna og aðdáenda og vera aðdáendum innan handar almennt. 

 

 

Hvernig er starfið?

Það þarf að hafa puttan á púlsi samfélagsins og vita hvað þarf og hvað þarf ekki. Þú þarft að vita hvað leikjafyrirtækið sem þú vinnur hjá, eða einstaki leikurinn, eða rafíþróttaliðið, getur hannað og framleitt til að ná betur til aðdáenda. 

 

Ef þú getur komið með þínar eigin hugmyndir og jafnvel hannað frumgerðir fyrst er mjög mikilvægur hluti af því að geta byrjað verkefni sem munu gagnast samfélaginu sem þú vinnur með. Skipulagshæfileikar eru líka mjög mikilvægir. 

 

Hæfniskröfur eru á reiki en gráða í viðskiptafræði eða fjölmiðlun er góð leið til að fara.

d36a67847e180ecd.jpg

Almannatengsl og markaðsfræðingur

ryan-hart-pro-gamer.jpg

Atvinnumaður

AronÓlafs.jpg

Framkvæmdastjóri

journalism-esports-careers.jpg

Fréttaritari/stafrænn efnissmiður

HR-in-esports-not-sales.jpg
esports-host-su-collins.jpg

Lýsendur/kynnir

Mannauðsstjóri

HR-esports.jpg
esports-referee-2020-300x200.jpg
observerjpg.jpg

Sala

Mótastjóri

Myndblandari

communitymanagerjpg1.jpg

Samfélagsstjóri

esports-broadcasting-production-2020-by-
agentjpg1.jpg

Útsending og framleiðsla

Umboðsmaður

dota-2-esl-one-gallery.jpg

Viðburðastjóri

coach-gregan-2020.jpg
product-management-esports.jpg

Þjálfari/greinandi

Vörustjóri

bottom of page