Atvinnumaður
Atvinnumaður í rafíþróttum.
Atvinnu rafíþrótta leikmenn eru þeir leikmenn sem eru bestir á sínu sviði. En hvað er það sem þarf til að geta verið atvinnumaður?
Hlutverk atvinnumanns
Atvinnumenn eru oftast samningsbundnir við ákveðið lið og munu keppa í mismunandi mótum fyrir verðlaunafé.
Þeir byrja oft í svo kölluðum amatör mótum, eða vinna sig upp í hæstu deild í ákveðnum leik, til þess að koma sér á framfæri hjá stærri liðum. Atvinnumenn eru meðal bestu spilara heims og hafa þeir náð fullkomnum tökum á sínum leik. Út af því er gott að hafa í huga, að alveg eins og atvinnu menn í fótbolta eða í öðrum íþróttum, þá mun aðeins lítið hlutfall spilara ná þessum hæðum.
Það eru margir rafíþrótta leikir í boði, eða allt frá skotleikjum til herkænsku leikja, íþrótta leikja, slagsmála leikja og fl. Allir þessir leikir hafa sína eigin uppsetningu, samfélag og deildir. Mismunandi leikir þurfa mismunandi hæfileika, t.d. Er ekkert sem segir að atvinnumaður í League of Legends verði góður leikmaður í CSGO, og öfugt.
Eftir því sem rafíþróttir hafa þróast, hefur hlutverk leikmanna þróast í takt. Þeir eru nú áhrifavaldar jafn mikið og atvinnu rafíþróttamenn, en rafíþróttir er brúin á milli íþrótta og afþreyinga og fylgjast því margir með atvinnumönnunum þar sem þeir eru stjörnunar.
Leikmenn þurfa að koma sér saman við liðsfélaga sína, vinna með framkvæmdastjóranum, þjálfurunum og leikgreinendum og gætu þurft að fljúga um allan heiminn til að taka þátt í mótum. Þeir gætu einnig þurft að taka þátt í verkefnum frá styrktaraðilum, viðtöl við blaðamenn sem og að hitta aðdáendur, þar sem þeir þurfa að geta hagað sér eins og atvinnumenn og mætt öðrum skilyrðum eins og tekið fram er í samningum.
Hvernig get ég orðið atvinnumaður í rafíþróttum?
Til þess að byrja með þarftu að ná mikilli hæfni í ákveðnum leik. Síðan þarftu að vinna þig upp metorða listan og keppa í litlum mótum eða öðrum viðburðum til að vekja athygli á þér til þess að þú fáir boð í stærri mót, eða jafnvel boð inn í rafíþrótta lið.
Hvernig er vinnutímin?
Leikmenn þurfa að skila inn fjölmörgum klukkutímum til þess að komast og halda sér á hæsta mögulega þrepi. Það er ekki óvenjulegt fyrir leikmenn að skila inn 10+ klukkutímum af spilum á hverjum einasta degi. Á sama tíma, vegna þess hve ungir leikmenn eru þegar þeir setja músina á hilluna ( vanalega um miðjan til seinni parts af þrítugsaldri ), þá er mjög mikilvægt fyrir leikmenn að hugsa vel um sig, halda sér í góðu formi og heilsu og passa sig að brenna ekki út.