Lýsendur / kynnir
Lýsendur og kynnar eru lykil manneskjur í rafíþróttum - viðburðir og mót geta varla verið án þeirra.
Hvað gerir lýsandi?
Lýsandi talar yfir leikinn og segir frá hvað er að gerast, ásamt því að fræða og skemmta áhorfendum.
Lýsendur þurfa að hafa mikla þekkingu á leiknum og þeim liðum sem eru að keppa hverju sinni, til að gefa leiknum lit og líf.
Það eru venjulega tvenns konar lýsendur; það sem heitir lýsandi en sá talar yfir beina útsendingu og lýsir leik á staðnum og svo eru sérfræðingar sem koma með viðbótarefni fyrir og eftir leiki, þá sérstaklega ef eitthvað áhugavert hefur átt sér stað í leik.
Hvað með kynna?
Kynnir sér um kynningu keppna eða móta. Þau eru á sviðinu til að peppa áhorfendur upp, kynna lið til leiks og taka jafnvel viðtöl við leikmenn og aðra sérfræðinga.
Oft geta hlutverk kynna og lýsenda víxlast og mismunandi mót geta notast við mismunandi snið. Sumir kynnar geta unnið sem lýsendur, til dæmis.
Bæði lýsendur og kynnar þurfa að hafa mikla samskiptahæfileika og góða raddbeitingu til að halda áhorfendunum við efnið. Það er mikilvægt að eiga auðvelt með að spinna og halda sýningunni gangandi þar sem alls kyns tæknilegir örðugleikar geta átt sér stað í beinni útsendingu. Vegna þessa vinna bæði hlutverkin náið með framleiðsluteyminu.
.
Rafíþrótta viðburðir geta verið krefjandi og staðið klukkutímunum saman. Bæði hlutverkin þurfa mikla orku til að halda út og halda áhorfendum gangandi.
Hvernig verður maður lýsandi eða kynnir?
Það er auðveldara en nokkurn tímann áður að verða lýsandi eða kynnir. Streymisveitur eins og Twitch og YouTube veita þér alls kyns tækifæri til að koma þér á framfæri.
Þú getur byrjað með þína eigin rás, haft samband við mótshaldara til að fá einhverja reynslu, eða tekið fyrir eldri upptökur og lýst þeim til þess að sýna hvað þú getur gert.
Að ná sér í reynslu er mikilvægast. Það mun gefa þér færi á að framleiða meira efni sem gæti fangað auga útgefenda og mótshaldara í framtíðinni, það eykur bæði vinnu og orðspor.
Rafíþróttalýsendur- og kynnar þurfa í raun aðallega færni sem sjónvarps- og útvarskynnar hafa, svo að það er mjög gagnlegt að skoða hvers konar þjálfun þau hljóta. Slík þekking mun bara gagnast þér.
Á maður að finna sér samningsbundið hlutverk eða á ég að vera verktaki?
Ef þú ert á samning þá ertu með örugga leið til að fá laun á hverjum mánuði en lausamennska gæti þýtt meira frelsi og mögulega hærri laun. Það er þó talsvert erfiðara að vera verktaki, þar sem vinnan er mjög óstöðug.
Í rauninni er þetta bara spurning um jafnvægi. Það eru ekki mörg hlutverk í fullu starfi í bransanum og um er að ræða mjög mikla samkeppni. Reyndu að finna eitthvað sem sker þig úr frá öðrum.