top of page

Útsending og framleiðsla

Allir rafíþróttaviðburðir eru með heilt teymi baksviðs sem tryggir að útsendingin gangi smurt fyrir sig. Hvort sem það er framleiðandi, útsendingastjóri eða aðstoðarfólk á setti. 

 

Hvað gerir útsendingarteymi?

Að senda út rafíþróttaviðburð krefst þekkingar og fólks úr öllum áttum. Hvort sem það er að hanna útlitið á sviðsmyndinni, hanna graffíkina, ákveða hvernig dagskrárliðir eru á milli leikja, þekkja allar tæknilegar útfærslur varðandi útsendinguna, verkefnastýringu og kannski það allra mikilvægasta við það að hafa allt þetta teymi að fara í sömu átt. Þú átt bara eitt tækifæri á því að gera þetta rétt. Áhorfendur eru fljótir að skipta um afþreyingarefni ef útsendingin gengur illa.
 

Framleiðsla á beinu efni getur verið annars vegar í stúdíói eða á LAN viðburði eins og Reykjavíkurleikunum. Þá þarf að flytja allt útsendingarteymið á vettvang og setja upp allt fyrir útsendinguna. Það eru margar hendur sem koma að einni útsendingu. Í Vodafone deildinni í CS:GO eru 9 manns sem vinna í því að færa áhorfendum keppnina heim í stofu. Á stórum mótum erlendis geta yfir 100 manns unnið að útsendingu á einu móti. 

 

En verkefnið er alltaf það sama að láta allt flæða vel saman, þáttastjórnendur, keppnis leikurinn, grafík bæði lifandi grafík og önnur sem stendur í stað, tónlist, ljós, sviðsmynd, myndvinnsla og streymið. 

 

Hver eru hlutverkin?


 

Það er mikilvægt að skilja að þó sum hlutverk séu fastráðin störf innan rafíþrótta framleiðslu fyrirtækja, þá eru mörg tilfelli þar sem framleiðslu fyrirtæki ráða inn verktaka til þess að höndla ákveðin hlutverk fyrir útsendingu á sérstökum rafíþrótta viðburðum. 

 

Hlutverk sem eru oft í fullu starfi hjá framleiðslufyrirtækjum í rafíþróttum eru:

 

Framkvæmdastjóri

Framleiðandi

Grafískir hönnuðir/
Verkefnastjóri

Tæknilegir stjórnendur

Marghæfðir stúdíó rekstaraðilar

Efnishöfundar

Hlutverk sem eru oft gefin verktaki eru:

 

Stjórnendur myndavéla

Hljóðstjórar

Sviðsstjóri

Tæknistjórar / myndavélastjórar

AV / ljósatæknar

Endurspilunar aðilar

Förðunarfræðingur

Þó að það séu margar mismunandi færni sem spanna yfir mismunandi hlutverk innan útsendingar, þá er það nauðsyn fyrir öll hlutverk að hafa sterka tæknikunnáttu. Við skulum skoða nokkur lykilhlutverk innan rafíþrótta útsendingar og nokkra lykil hæfileika fyrir hvert hlutverk:

 

Endurspilunar aðili: Framúrskarandi þekking á völdum leik. Þekking á tækni í beinni útsendingu til að skilja hvernig leikþættir falla að víðari útsendingu

 

Útsendingarstjóri/ framleiðandi: Mælt er með framúrskarandi leiðtogahæfileikum - þeir verða að geta haft skýr samskipti við stórt lið og skila nákvæmum kynningum, oft við ótrúlega háþrýstings aðstæður. Verður einnig að hafa skýra sjón á beinni útsendingu og geta tekið forystuna á mikilvægum ákvörðunum, að teknu tilliti til allra hagsmunaraðila verkefnsins. Sterka skapandi sýn til að skipileggja alla þætti útsendingar

 

Tæknistjóri / Myndavélastjóri: Skapandi auga til að veita áhugaverða blöndu af sjónarhornum myndavéla til að fjalla um atburði á sviðinu. Mælt er með skýrum samskiptahæfileikum til að veita leiðbeiningum til stjórnenda myndavélarinnar, auk tæknilegrar getu til að setja upp, forrit og stjórna flóknum sjónblöndunarborðum (stór borð með fullt af tökkum, notuð til að velja á milli myndavéla, tölvuskjáa eða annars konar myndbanda). 

 

Myndavéla stjórn inn í leik : góð þekking á tilteknum leik er nauðsynleg til að vita bestu endurspilun, auk tæknilegs skilnings á endurspilunarbúnaðinum sem er í notkun. Venjulega eru Vmix Replay eða EVS kerfi notuð innan rafíþrótta framleiðslu.

 

Sviðsstjóri: Koma með skapandi hugmyndir til leikstjóra/framleiðanda um hvernig sýningin fer fram - til dæmis, hvernig viðtöl við leikmenn fara fram, hvar standa kynnarnir, hvernig reisir sigurliðið bikarinn upp í lokin og svo framvegis. Hér þarf góða leiðtogahæfni, enda ber sviðsstjóri ábyrgð á og stýrir hinum ýmsu sviðsmyndum útsendingarinnar. 

 

Tæknistjóri: Þegar framleiðsluteymi hefur sett í gang beina útsendingu þá er það oft hlutverk tæknistjóra að halda góðu streymi til áhorfenda í sem bestu gæðum. Það þarf varla að taka það fram að tæknistjóri þarf kunnáttu á margskonar tækni og kerfi - þá helst á netvinnslu og kóðun beinnar myndband útsendingar. 

 

Hljóðmaður/Hljóðtæknimaður: Mjög mikilvægt að hafa tæknilega kunnáttu á hljóðútsendingu. Venjulega er hlutverkum skipt í tvennt. Eitt hlutverkið er að blanda hljóði fyrir útsendingu og annað er að koma hljóðinu út í sal. Það er venjulega hlutverk hljóðtæknimanns að stýra samskipta kerfum sem gerir öllum meðlimum framleiðsluteymis að tala saman í gegnum flókin heyrnartólakerfi, svokallað talkback kerfi. 

 

 Hvernig fæ ég starf við útsendingar?

Hægt er að gerast sjálfboðaliði hjá framleiðsluteymi rafíþróttamóts og læra allt sem þú getur af reynslunni þar. Komdu þér í samband við framleiðslufyrirtæki sem vinnur með rafíþróttir! 

 

Finndu hvernig vinnan er og komdu þér í samband við fólk í bransanum, sem gæti mögulega reddað þér meiri vinnu í framtíðinni. 

 

Það eru mörg stór framleiðslufyrirtæki sem bjóða reynslutímabil, lærlingsstöður eða annars konar reynslustöður, sem geta verið fyrsta skrefið þitt. 

 

Ef þú vilt frekar fara beint að vinna við tæknina þá bjóða mörg kerfi sem framleiðsluteymin nota upp á alls konar prufur sem þú getur halað niður og lært á í tölvunni heima hjá þér - jafnvel geta grundvallaratriðin sem þú lærir við að streyma úr eigin tölvu gert góðann grunn fyrir tæknilega framleiðslu rafíþróttaefnis.

d36a67847e180ecd.jpg

Almannatengsl og markaðsfræðingur

ryan-hart-pro-gamer.jpg

Atvinnumaður

AronÓlafs.jpg

Framkvæmdastjóri

journalism-esports-careers.jpg

Fréttaritari/stafrænn efnissmiður

HR-in-esports-not-sales.jpg
esports-host-su-collins.jpg

Lýsendur/kynnir

Mannauðsstjóri

HR-esports.jpg
esports-referee-2020-300x200.jpg
observerjpg.jpg

Sala

Mótastjóri

Myndblandari

communitymanagerjpg1.jpg

Samfélagsstjóri

esports-broadcasting-production-2020-by-
agentjpg1.jpg

Útsending og framleiðsla

Umboðsmaður

dota-2-esl-one-gallery.jpg

Viðburðastjóri

coach-gregan-2020.jpg
product-management-esports.jpg

Þjálfari/greinandi

Vörustjóri

bottom of page