top of page

Mótastjóri

Mótastjóri sér um að staðfesta úrslit leikja og tryggja að leikmenn og lið fari eftir settum reglum ásamt því að dæma á brot. 
 

Þeir sjá einnig um samskipti við liðin til að leysa ágreiningsmál, fylgjast með að allt sé rétt skráð á keppnissíðunni og svara fyrirspurnum frá keppendum þegar þess þarf.
 

Á lanviðburðum eru þeir með annað augað á liðunum á mótinu og fylgjast með skjám leikmanna til að athuga hvort það sé allt rétt stillt. Þeir ganga úr skugga um að leikmenn séu með rétt heyrnartól á sér þegar þau keppa á sviði og að öllum reglum sé fylgt. 

 

Mótastjórar sjá einnig um að setja upp keppnisþjón, prufa hann, reka á eftir liðum að klára skráningar, styrkleikaröðun á mót og að passa að allt fari fram á tilsettum tíma. Þetta þýðir að mótastjórn vinnur mikið með liðum til að halda áætlunum. 

 

Mótastjórar eru ábyrgir fyrir því að leysa úr öllum tæknilegum vandamálum inn á keppnisþjónum og á sviði þegar það á við t.d. ef serverinn frýs eða lyklaborð bilar. Þetta þýðir að mótastjórar þurfa að þekkja reglurnar eins og handabakið á sér til að geta beitt þeim og komist að sanngjarnri niðurstöðu. 


 

Hvaða hæfni þarf mótastjóri?

Samskiptahæfni er mjög mikilvæg t.d. að segja liði að það sé búið að dæma þá úr leik er ekki auðvelt og þar kemur að góðum notum að geta haldið ró sinni í erfiðum aðstæðum. 


Þar fyrir utan þarftu að vera skilvirkur og ákveðinn til að geta leyst vandamál sem koma upp á ögurstundu hratt og vel. 

 

Eins og við minntumst á fyrr þá þarftu að skilja reglur mótsins ásamt því að skilja leikinn sem keppt er í. Ásamt öllu þessu þá þarf mótastjóri að skilja hvernig hugbúnaður leiksins eða vefsíðunar virkar svo hægt sé að uppfæra eftir þörf. 

As mentioned before, you’ll also need a thorough understanding of a game’s rules, as well as the rules of the tournament you’re operating. Furthermore, you’ll need to know how the tournament bracket software or website works so it can be updated.

 

Þó að það sé sjaldgæft þá er hagræðing úrslita og svindl eitthvað sem mótastjórn þarf að eiga við svo mótastjórar þurfa að lesa sér til um nýjustu svindlin og vera meðvitaðir um keppnisumhverfið svo þeir geti tekið eftir misferli og brugðist við því. 

Hvernig verður maður mótastjóri 

Fyrstu skrefin til að verða mótastjóri byrja oftast á sjálfboðaliðastörfum til að öðlast reynslu. Þeir sem standa sig vel í sjálfboðaliðastörfum fá svo tækifæri til að fá greitt fyrir sín störf.
 

Sýna frumkvæði, vera vel lesinn og þekkja tæknilegu hlutina um rekstur á keppnisþjóni hjálpar einnig mikið. 

 

Kynna sér mismunandi mótafyrirkomulag, útsláttarkeppni, swiss kerfið, round robin og allar þær leiðir sem hægt er að nýtast við til að knýja fram sigurvegara í keppni hjálpa mikið. 

 

Flestir byrja smátt, með að taka að sér minni mót og vinna sig upp í stærri mótin. 

 

Vinnutími 

Vinnutíminn er mjög mismunandi og fer eftir því hvenær mótið fer fram. Það þarf að standa vaktina á meðan keppni er haldin svo þetta er ekki 9-5 vinna.

d36a67847e180ecd.jpg

Almannatengsl og markaðsfræðingur

ryan-hart-pro-gamer.jpg

Atvinnumaður

AronÓlafs.jpg

Framkvæmdastjóri

journalism-esports-careers.jpg

Fréttaritari/stafrænn efnissmiður

HR-in-esports-not-sales.jpg
esports-host-su-collins.jpg

Lýsendur/kynnir

Mannauðsstjóri

HR-esports.jpg
esports-referee-2020-300x200.jpg
observerjpg.jpg

Sala

Mótastjóri

Myndblandari

communitymanagerjpg1.jpg

Samfélagsstjóri

esports-broadcasting-production-2020-by-
agentjpg1.jpg

Útsending og framleiðsla

Umboðsmaður

dota-2-esl-one-gallery.jpg

Viðburðastjóri

coach-gregan-2020.jpg
product-management-esports.jpg

Þjálfari/greinandi

Vörustjóri

bottom of page