top of page

Þjálfari/greinandi

Í öllum góðum rafíþróttaliðum er starfslið sem hjálpar til við að gefa leikmönnum sem besta þjálfun. Hér eru smá lykilupplýsingar um hlutverkið og hvernig maður getur orðið þjálfari.

 

Hvað er þjálfari?

Líkt og í hefðbundnum íþróttum þá leiðbeinir þjálfarinn leikmönnum í gegnum æfingar og æfingaleiki til að bæta frammistöðu. 

 

Þjálfarinn vinnur náið með leikmönnum, hvetur þá áfram, finnur styrkleika þeirra og veikleika og nær fram þeirra bestu frammistöðu. Þeirra hlutverk er einnig að greina andstæðinga og þróa herkænskuleikir aðferðir til að vinna sem flesta leiki og hægt er.

 

Þjálfarinn ber í raun ábyrgð á framgöngu liðsins. Á meðal þessa er hæfileika vöxtur hvers og eins leikmanns, samspil leikmanna, herkænska í leikjum, ásamt hvatningu og aga.

 

Það eru alls kyns hlutverk sem þjálfarar geta tekið að sér, aðalþjálfari er bara eitt þeirra. Þjálfarar geta þjálfað eina hlið liðsins eins og t.d. varnarleik. Það er nokkuð algengt að einn þjálfari tekur að sér mörg hlutverk innan liðs en þetta veltur allt á uppsetningu liðsins. 

 

Þjálfarar þurfa líka oft að horfa á upptökur af fyrri leikjum liðsins, vera vakandi fyrir leikjum sem er í gangi, glósa frammistöðu liðsins og skipuleggja æfingaleiki. 



 

En greinandi?

Greinendur eru sérfræðingar í að taka niður upplýsingar og útvega alls kyns áhugaverða tölfræði til að læra af. Þetta getur verið fyrir eitthvert lið eða fyrir útsendingu af móti. 

 

Greinendur í rafíþróttaliðum vinna oftast náið með þjálfurum til að þróa alls kyns herkænskubragð, skoða styrkleika og veikleika, og koma þessum skilaboðum til leikmanna til að ná fram þeirra bestu frammistöðu. Það getur komið fyrir að einn einstaklingur sér bæði um þjálfun og greiningu. 

 

Sum framleiðslufyrirtæki geta haft greinendur í vinnu hjá sér við að halda utan um staðreyndir, tölfræði eða aðrar upplýsingar leiksins á hverju og einu tímabili. 

 

Hvaða hæfni þarf?

Bæði hlutverkin krefjast framúrskarandi skilnings á reglum og smáatriðum einhvers einstaks leiks, þú þarft að geta spilað leikinn á ákveðnu stigi sjálf/ur. Þú þarft að fylgjast grannt með breytingum á leiknum, hvernig fagmennirnir spila leikinn hverju sinni (e. meta), greina leiki á milli annarra topp liða til að fá hugmyndir að aðferðum og finna styrkleika og veikleika leikmanna. 

 

Þjálfarar og greinendur þurfa að greina andstæðinga liðsins og geta komið þeim upplýsingum á árangursríkan hátt fram til leikmanna. 

 

Sumir þjálfarar þurfa að hjálpa liðseigendum við að finna nýja leikmenn, hjálpa til á mótstöðum, fylgjast með heilsu og velsæld leikmanna og margt meira. 

 

Eins og með svo margt annað þá er reynsla lykilatriði í að verða góður þjálfari. 

 

Fyrst um sinn gæti verið sniðugt að vinna sjálfboðastarf í litlum liðum til að læra hvernig starfið gengur og afla sér reynslu. Ef þú nærð hlutverkinu vel getur þú haldið áfram að læra og prófa þig áfram, á endanum gætir þú verið með nógu mikið í bakpokanum til þess að stýra stóru rafíþróttaliði.

d36a67847e180ecd.jpg

Almannatengsl og markaðsfræðingur

ryan-hart-pro-gamer.jpg

Atvinnumaður

AronÓlafs.jpg

Framkvæmdastjóri

journalism-esports-careers.jpg

Fréttaritari/stafrænn efnissmiður

HR-in-esports-not-sales.jpg
esports-host-su-collins.jpg

Lýsendur/kynnir

Mannauðsstjóri

HR-esports.jpg
esports-referee-2020-300x200.jpg
observerjpg.jpg

Sala

Mótastjóri

Myndblandari

communitymanagerjpg1.jpg

Samfélagsstjóri

esports-broadcasting-production-2020-by-
agentjpg1.jpg

Útsending og framleiðsla

Umboðsmaður

dota-2-esl-one-gallery.jpg

Viðburðastjóri

coach-gregan-2020.jpg
product-management-esports.jpg

Þjálfari/greinandi

Vörustjóri

bottom of page