top of page

Almenni bikarinn - Overwatch 

Um Almenna bikarinn:

 

Keppnin hófst árið 2020 og voru þá alls 16 lið sem tóku þátt og skiptust liðin niður í tvær deildir, efri og neðri deild. 

Spilaðir voru 3 leikir + útsláttarkeppni og voru um 120 einstaklingar sem tóku þátt. 25% af þessum einstaklingum voru kvenmenn. 

Markmið keppninnar er að búa til samfélag sem ýtir undir virðingu og jafnrétti á milli kynjanna þar sem allir eiga að geta notið sín. Eins og með orðið Almenni, að þá er keppnin opin fyrir almenning og geta allir tekið þátt, hvort sem þú ert ný byrjaður eða komin langt. Keppendur geta þá annað hvort skráð sig sem lið eða sem einstaklingar ( jafnvel 2-3 saman í liði ) og sér mótsstjórn um að koma þeim einstaklingum sem hafa skráð sig saman í lið. Liðin fá nafn og logo í anda deildarinnar sem þau fá að halda í á meðan keppni stendur og í áframhaldandi keppnum ef liðin ákveða að halda áfram að spila saman. 

Fyrrum sigurvegarar; 

Árið 2020 unnu Böðlar Akranes sigur í efstu deild.
Árið 2021 unnu Böðlar Arkanes sigur í efstu deild annað árið í röð. 
Árið 2021 Helgarmót unnu Atgeirar í efstu deild.
Árið 2022 unnu Böðlar Arkanes sigur í efstu deild þriðja árið í röð. 

Árið 2020 vann Hreðjar Neskaupsstaðar sigur í neðri deild og vann þar með sæti í efstu deild.
Árið 2021 vann Hefnd sigur í neðri deild og vann þáttöku rétt í efstu deild. 
Árið 2021 Helgarmót unnu Hrútar og unnu sér inn umspilsrétt.
Árið 2022 Unnu Fylkir í opnu deildinni og unnu sér inn þátttökurétt í efstu deild.

Næsta keppni; 

Næsta Helgarmót er í September og er hægt að skrá sig hér: https://forms.gle/PA8W7Ehmc98xSG9C9

 

Sería 4 verður í Janúar 2023

Áhorf og aðgengi; 

Allir keppnis leikir eru sýndir í beinni á ; https://www.twitch.tv/overwatch_iceland

Einnig er hægt að sjá allskyns mynbönd úr fyrri leikjum á youtube síðu almenna bikarsins;

 https://www.youtube.com/channel/UCqhntdhNnOBkNIDBP-xieGQ

Aðrar upplýsingar um mótið er síðan hægt að finna á facebook síðu almenna bikarsins; https://www.facebook.com/almennibikarinn

bottom of page