Fræðsla

RÍSÍ hafa undanfarið ár farið víða með fyrirlestrana sína og núna höfum við einnig farið af stað með þjálfaranámskeið til að undirbúa alla sem eru að fara starfa í kringum rafíþróttir. Einnig bjóðum við upp á fyrirlestra og fræðslu um rafíþróttir ásamt því að vera stofnunum innan handar við að skipuleggja starfsemina sína. 

Fyrirlesarar RÍSÍ hafa mikla reynslu af ræðuhöldum og framkomu.

Fyrirlestur

Fjallað er um jákvæða upplifun af tölvuleikjaspilun og hvernig foreldrar eða samfélög geta stuðlað að jákvæðari upplifun ungmenna af tölvuleikjaspilun. Góð stund fyrir fyrstu kynni af rafíþróttum.

Hafið samband fyrir verð.

Þjálfaranámskeið

Farið er inná skilgreiningu rafíþrótta, æfingarviðmið fyrir mismunandi aldurshópa, líkamlega þætti sem skipta máli í rafíþróttum, andlega þætti sem skipta máli í rafíþróttum ásamt því að unnin eru þrjú hópaverkefni þar sem viðstaddir fá reynslu í því að búa til sínar eigin rafíþróttaæfingar frá grunni. Markmið námskeiðisins er að rafíþróttadeildin og allir sem tengjast félaginu séu tilbúnir að taka næstu skref af öryggi í uppbyggingu deildarinnar. Námskeiðið þarfnast engrar fyrri þekkingar á tölvuleikjum eða rafíþróttum og er vel til þess fallið að kynna stjórnendur eða lykilaðila í samfélaginu fyrir rafíþróttum og því starfi sem félagið hyggst byggja upp.

 

Verð er 180.000 kr fyrir fyrstu 15 þátttakendurna og 20.000 kr fyrir hverja 5 eftir það. Ef hópurinn er stærri en 30 manns þarf að fá sérstakt tilboð. Sé námskeiðið haldið utan höfuðborgarsvæðisins bætist við ferðakostnaður.

Vinnustofa

Snert er á öllum öngum rafíþrótta þar sem þátttakendur eru látnir fá það verkefni að búa til rafíþróttalið og kljást við öll þau verkefni sem því fylgja s.s. markaðssetningu, undirbúninging æfinga o.fl. Að verkefni loknu verða þátttakendur búin að auka hæfni sína í öllum hlutum rafíþrótta. Farið er sérstaklega yfir mikilvægi heilbrigðs lífsstíls og góðra samskipta. Vinnustofan þarfnast engrar fyrri þekkingar á tölvuleikjum eða rafíþróttum og hentar vel grunn- og framhaldsskólum sem vilja kynna nemendur sínar fyrir rafíþróttum og þeim tækifærum sem rafíþróttageirinn býður upp á.

Hafið samband fyrir verð.

Vinnustofa

Tengja saman ýmsa anga rafíþróttastarfs þar sem krakkarnir búa til lið, ákveða leik sem það keppir í, staðsetur sig á samfélagsmiðlum og læra að setja upp allt í kringum mót og auglýsa það. Svo fá krakkarnir verkefni að búa til æfingaskipulag fyrir rafíþróttaliðið og ímynda sér hvernig þau ná heimsyfirráðum með því að tileinka sér og sínum leikmönnum heilbrigð samskipti og heilbrigðan lífstíl. Svo þetta snertir á öllum öngum rafíþróttanna. Svo að loknu þessu verkefni eru þau búin að auka hæfni sína í öllum hlutum rafíþrótta og fræðast um markaðssetningu og mótaskipulag. 

Lang stærsti hlutinn er taka heilbrigðan lífsstíl og góð samskipti og heimfæra yfir á þetta ímyndaða lið sem þau skapa. Svo þau fá reynslu í að búa til æfingar fyrir rafíþróttakeppendur og sökkva sér aðeins í hvers vegna heilbrigði skiptir svona miklu máli og öðlast þá dýpri þekkingu á því að nota æfingar hugtökin. 

Þekkingarmarkmið:

Að öðlast þekkingu á mikilvægi heilbrigðari nálgun við umgengni við netspilun, kynnast rafíþróttageiranum og öllum þeim tækifærum sem eru í boði. 

 

Leikniviðmið:

Að þátttakendur geti tekið nýjustu strauma og stefnur í heilbrigðum lífstíl og heimfært það yfir í æfingar og notað þekkingu til að bæta hæfni sína í leik. 

Að þátttakendur geti skipulagt mót í hvers kyns leikjum 

Að þátttakendur tileinki sér betri og skilvirkari samskipti í netheimum. 

Að þátttakendur geti fengið hugmynd að rafíþróttaliði og læri að staðsetja hugmyndina sína á markaðinum. 

 

 

Hæfniviðmið: 

Að þáttakendur geri sér grein fyrir heimi rafíþrótta og mikilvægi heilbrigðari nálgunar en almennt hefur verið normið. 

Fræðsluteymi RÍSÍ

ArnarHólm.jpg

Arnar Hólm

Fræðslustjóri RÍSÍ

Arnar Hólm er hvetjandi og skemmtilegur. Arnar kemur úr félagsmiðstöðvarstarfi og er í dag yfirmaður rafíþróttadeildar Crossfit XY. Arnar er þaulvanur fyrirlesari og það er alltaf gaman að heyra í honum. 

AronÓlafs.jpg

Aron Ólafsson

Framkvæmdastjóri RÍSÍ

Aron Ólafs er reynslubolti í fræðslustarfi; hann var formaður Stúdentaráðs HÍ, hefur unnið medalíur og verið valinn í landslið í rafíþróttum. Aron Ólafs var einn af stofnendum rafíþróttadeildar Fylkis sem hefur verið leiðandi félag í afreks-íþróttastarfi. Aron veit ýmislegt um samskipti foreldra og krakka sem iðka rafíþróttir. 

%C3%93li%20Krummi_edited.jpg

Ólafur Hrafn

Formaður RÍSÍ

Ólafur Hrafn er formaður RÍSÍ og stofnaði Rafíþróttaskólann í samstarfi við Arnar Hólm. Ólafur hefur brennandi áhuga á iðkun rafíþrótta og lagst í mikla rannsóknarvinnu í samstarfi við akademíuna til að finna bestu mögulegu leiðina til að iðka rafíþróttir

BjarkiMarMynd_edited.jpg

Bjarki Már

Yfirþjálfari Fylkis

Bjarki Már er yfirþjálfari rafíþróttadeildar Fylkis og með margra ára þjálfarareynslu. Bjarki er einnig landsliðsþjálfari Íslands í efótbolta. Hann býr einnig til rafíþróttaæfingar fyrir esport coaching academy. Bjarki nýtir sér leiki til að gera fyrirlestra skemmtilegri fyrir unga iðkendur.