top of page
Fræðsla

RÍSÍ hafa undanfarið ár farið víða með fyrirlestrana sína og núna höfum við einnig farið af stað með þjálfaranámskeið til að undirbúa alla sem eru að fara starfa í kringum rafíþróttir. Einnig bjóðum við upp á fyrirlestra og fræðslu um rafíþróttir ásamt því að vera stofnunum innan handar við að skipuleggja starfsemina sína. 

Fyrirlesarar RÍSÍ hafa mikla reynslu af ræðuhöldum og framkomu.

Fyrirlestur

Fjallað er um jákvæða upplifun af tölvuleikjaspilun og hvernig foreldrar eða samfélög geta stuðlað að jákvæðari upplifun ungmenna af tölvuleikjaspilun. Góð stund fyrir fyrstu kynni af rafíþróttum.

Hafið samband fyrir verð.

Þjálfaranámskeið

Fjallað er um jákvæða upplifun af tölvuleikjaspilun og hvernig foreldrar eða samfélög geta stuðlað að jákvæðari upplifun ungmenna af tölvuleikjaspilun. Góð stund fyrir fyrstu kynni af rafíþróttum.

Hafið samband fyrir verð.

Vinnustofa

Snert er á öllum öngum rafíþrótta þar sem þátttakendur eru látnir fá það verkefni að búa til rafíþróttalið og kljást við öll þau verkefni sem því fylgja s.s. markaðssetningu, undirbúninging æfinga o.fl. Að verkefni loknu verða þátttakendur búin að auka hæfni sína í öllum hlutum rafíþrótta. Farið er sérstaklega yfir mikilvægi heilbrigðs lífsstíls og góðra samskipta. Vinnustofan þarfnast engrar fyrri þekkingar á tölvuleikjum eða rafíþróttum og hentar vel grunn- og framhaldsskólum sem vilja kynna nemendur sínar fyrir rafíþróttum og þeim tækifærum sem rafíþróttageirinn býður upp á.

Hafið samband fyrir verð.

Fræðsluteymi RÍSÍ
ArnarHólm.jpg

Arnar Hólm

Fræðslustjóri RÍSÍ

Arnar Hólm er hvetjandi og skemmtilegur. Arnar kemur úr félagsmiðstöðvarstarfi og er í dag umsjónarkennari rafíþróttabrautar NÚ og yfirþjálfari barna og ungmennastarfs NÚ. Arnar er þaulvanur fyrirlesari og það er alltaf gaman að heyra í honum. 

AronÓlafs.jpg

Aron Ólafsson

Framkvæmdastjóri RÍSÍ

Aron Ólafs er reynslubolti í fræðslustarfi; hann var formaður Stúdentaráðs HÍ, hefur unnið medalíur og verið valinn í landslið í rafíþróttum. Aron Ólafs var einn af stofnendum rafíþróttadeildar Fylkis sem hefur verið leiðandi félag í afreks-íþróttastarfi. Aron veit ýmislegt um samskipti foreldra og krakka sem iðka rafíþróttir. 

%C3%93li%20Krummi_edited.jpg

Ólafur Hrafn

Formaður RÍSÍ

Ólafur Hrafn er formaður RÍSÍ og stofnaði Rafíþróttaskólann í samstarfi við Arnar Hólm. Ólafur hefur brennandi áhuga á iðkun rafíþrótta og lagst í mikla rannsóknarvinnu í samstarfi við akademíuna til að finna bestu mögulegu leiðina til að iðka rafíþróttir

BjarkiMarMynd_edited.jpg

Bjarki Már

Yfirþjálfari Fylkis

Bjarki Már er yfirþjálfari rafíþróttadeildar Fylkis og með margra ára þjálfarareynslu. Bjarki er einnig landsliðsþjálfari Íslands í efótbolta. Hann býr einnig til rafíþróttaæfingar fyrir esport coaching academy. Bjarki nýtir sér leiki til að gera fyrirlestra skemmtilegri fyrir unga iðkendur. 

bottom of page