top of page

Reglur fyrir Counter-Strike: Global Offensive

Ætlast er til þess að allir keppendur kynni sér þessar reglur.

1 Almennt

 

1.1 Gildissvið reglna

Umsjónarmenn og mótastjórar hafa rétt á því að taka ákvörðun sem fellur út fyrir reglur mótsins eða jafnvel gegn þeim ef að upp koma aðstæður þar sem slíkt er nauðsynlegt.

1.2 Trúnaður

Öll samskipti leikmanna við stjórnendur eru trúnaðarmál og ekki má endurrita, afrita eða sýna á annan hátt óviðkomandi aðilum þau samskipti. Brot á þessum trúnaði er refsivert.

Lög um fjarskipti - 9. mgr. 47. gr

Sá sem fyrir tilviljun, mistök eða án sérstakrar heimildar tekur við símskeytum, myndum eða öðrum fjarskiptamerkjum og táknum eða hlustar á símtöl má ekki skrá neitt slíkt hjá sér eða notfæra sér það á nokkurn hátt. Jafnframt ber honum að tilkynna sendanda að upplýsingar hafi ranglega borist sér. Skylt er að gæta fyllsta trúnaðar í slíkum tilfellum.

1.3 Framkoma / Hegðun

Þess er krafist af keppendum að þau hagi sér sómasamlega gagnvart mótherjum sínum og sýni af sér íþróttamannslega hegðun og sýni mótherjum, áhorfendum, umfjöllunaraðilum, útsendingarteymi og stjórnendum mótsins virðingu. Komdu fram við aðra eins og þú vilt láta koma fram við þig. Ef keppandi gerist sekur um brot á reglum um hegðun getur hann misst þátttökurétt sinn fyrirvaralaust frá móti. Lið keppenda sem brjóta þessar reglur eiga líka á hættu að vera rekin úr keppni.

 

1.3.1 Móðganir og óviðeigandi hegðun

Þessi listi yfir hegðun sem er óviðunandi er ekki tæmandi og mun hvert atvik vera dæmt útaf fyrir sig

  • Kynþáttahatur, kynbundin mismunun eða önnur mismunun

  • Niðurlægjandi orðafar

  • Kynferðisleg áreitni

  • Hótanir um ofbeldi

  • Líkamlegt/andlegt ofbeldi

  • Notkun vímuefna

 

1.4 Samskipti

Öllum keppendum í mótinu er ráðlagt að fylgja Discord þjóni Firmamótsins: https://discord.ggsdfsdfsdfsdfsdf

Hægt er að ná í stjórnendur þar.

1.5 Veðmál

Keppendum er stranglega bannað að veðja á sína eigin leiki eða á einhvern hátt hafa áhrif á leiki síns liðs fyrir tilstilli þriðja aðila.

2 Skipulag móta

 

2.1 Keppendur / Leikmenn

Til að keppa á mótum þurfa keppendur að vera skráðir með réttum upplýsingum um sig. Til þátttöku á mótum þurfa keppendur að hafa náð 18 ára aldri, undanþága er veitt gegn afhendingu útfylltu leyfisbréfi frá forráðamönnum, en þá er aldurstakmark 16 ára.

2.1.1 Lögmæti leikmanns í liði

Leikmaður þarf að vera skráður með því liði sem hann keppir í með réttar upplýsingar skráðar á vef mótsins. Engin undanþága er veitt undan þessu og ekki er hægt að leitast eftir samþykki mótherja um að leyfa leikmanni að spila. Ef lið gerast sek um að leika með leikmann sem er ekki löglegur, verða allir leikir sem sá leikmaður lék í dæmdir sem tap.

2.1.2 Heiti leikmanns í leik (Nickname)

Heiti sem:

  • Eru orðrétt eins og einkaréttarvarin vörumerki eða annað

  • Eru keimlík eða nánast eins og einkaréttarvarin vörumerki

  • Eru heiti á öðrum manneskjum öðrum en leikmanni sjálfum

  • Eru heiti á stjórnendum móts eða öðrum sem koma að henni

  • Eru tóm vitleysa

  • Eru dónaleg, þessi listi er ekki tæmandi:

    • Niðrandi gagnvart minnihlutahópum

    • Innihalda dónalegt orðbragð

    • Innihalda kynþáttaníð

    • Ofl.

eru bönnuð. Það að breyta hvernig orð er ritað til að komast framhjá þessum kvöðum virkar ekki.

Mótastjórn áskilur sér rétt til að neita nafni á liði eða leikmanni ef það stangar á við gildi og/eða stefnu RÍSÍ.

2.1.3 Stillingar og notkun ólöglegra forrita (svindl)

Notkun hljóð-spjallforrita svosem Discord, Mumble og annara er löglegt. Notkun annara forrita sem hjálpa á meðan keppni stendur er ólöglegt, öll notkun á svindlum, svosem: Wallhack, Aimbot, Lituð módel, No-Recoil, No-Flash og hljóðbreytingar er stranglega bönnuð.

Verði leikmaður uppvís af notkun slíkra forrita er hann og liði hans umsvifalaust rekið úr móti.

2.2 Lið

Lið þurfa að vera með fimm leikmenn skráða til þess að geta tekið þátt í deildarkeppni CS:GO. Liðsnöfn þurfa að uppfylla hegðunarreglur.

Lið og leikmenn þess eru skyldugir til þess að gefa kost á sér í viðtöl og aðra umfjöllun í kringum mót.

2.3 Úrslitakeppni topp 4

Fjögur efstu liðin eftir samanlagða stigagjöf úr öllum keppnum og sem eru með lið í öllum leikjum fara áfram í head to head úrslitakeppni þar sem spilað er best of 3 games, allir leikir spilaðir í beinni útsendingu. Hærra seedaða liðið velur fyrsta leik, svo velur hitt liðið næsta leik og þriðji leikurinn er decider. Allir leikmenn liða þurfa að vera tilbúnir að keppa á fimmtudagskvöldi í útsendingu.

3 Framkvæmd leikja

 

3.1 Stundvísi

Leikir hefjast á þeim tíma sem þeir eru skráðir á, mótstjórn áskilur sér rétt til að breyta tímasetningum leikja. Ætlast er til þess að leikmenn séu komnir á leikjaþjón 10 mínútum áður en leikur hefst. Ef lið er ekki komið með fimm leikmenn 15 mínútum eftir skráðan leiktíma, fær það sjálfkrafa skráð á sig tap í þeim leik.

3.2 Map veto

Kortakosning í móti haldið á Challengermode fer fram þegar að allir keppendur eru mættir inn í lobby leiksins og eru orðnir ready.

Í þeim tilvikum sem er keppt í best af þremur, þá fer fram map veto. Liðið sem er hærra seed neitar fyrsta borði, hitt liðið neitar borði. Hærra liðið velur svo borð og lægra liðið velur borð. Hærra liðið neitar borði, lægra liðið neitar borði. Það borð sem eftir stendur er seinasta borðið af þremur sem verður leikið.

Þegar keppt er einungis í einum leik, byrjar liðið með hærra seed að neita. Liðin skiptast á að neita þremur borðum og síðasta borðið verður spilað.

3.3 Framkvæmd leiks

Í upphafi leiks fer fram „hnífa-round“, það lið sem sigrar það fær að velja sér hvort að það byrjar sem CT eða T. Í hverju borði eru spilaðar 2x15 umferðir, eða þangað til annað liðið nær 16 umferðum og sigrar leikinn.

3.3.1 Framlenging

Ef sú staða kemur upp að þegar að 30 umferðum er náð að leikurinn sé jafn, 15-15, fer fram framlenging þar sem leikið er 2x3 umferðir, og hefja allir leikmenn framlenginguna með 10,000$. Ef að leikur endar aftur jafn eftir framlengingu er farið í aðra framlengingu o.s.frv. Þangað til að annað lið knýr fram sigur.

3.3.2 Niðurstaða leiks

Niðurstöður leikja eru sjálfkrafa skráðar í kerfi challengermode.com.

3.3.3 Pása á leik

Þegar beðið er um pásu þá virkjast hún í næsta undirbúningstíma (freeze time).

Bæði lið hafa rétt á fjórum taktískum pásum í leik allt að 30 sekúndur hver. Þessar fjórar pásur gilda yfir allan leikinn, þ.a.s í venjulegum leiktíma og framlengingu. Ekki bætast við pásur í framlengingu.

Bæði lið hafa rétt á tveimur tæknilegum pásum per hálfleik sem mega ekki vara lengur en 5 mínútur hvor. Þegar beðið er um pásu skal tilgreina hvers vegna verið er að taka pásu og fylgja þeim reglum um hámarkstíma.

Ef leikmaður dettur út af tæknilegum ástæðum þá hefur liðið aðeins þann tíma sem er uppgefinn fyrir tæknilegar pásur til að koma honum aftur inn, eða skipta inná varamanni. Sé það ekki gert fyrir lok pásutíma þá fær liðið dæmt á sig tap.

3.3.4 Alvarleg tæknileg truflun á leik

Ef leikjaþjónn verður fyrir því að detta út verður leikur endurræstur frá þeim stað sem hann var á þegar atvikið á sér stað. Hægt er að biðja um að fá leik fluttan á nýjan leikjaþjón.

Ef leikmaður dettur út af óviðráðanlegum ástæðum skal nota !tech skipun og hafa samband við Challengermode support strax.

3.4 Hegðun leikmanna í leik

Leikmönnum ber að fylgja hegðunarreglum ásamt því að sýna íþróttamannslega hegðun. Notkun chat skal vera í lágmarki og ósæmileg hegðun þar getur valdið refsingu á það lið sem á í hlut.

Notkun galla (bug /glitch) er stranglega bönnuð og komi upp deilumál varðandi það verður hvert mál skoðað, verði lið uppvís af því að nota eitthvað sem er út fyrir ramma það sem er eðlilegt eða ódrengilegt á liðið á hættu að fá dæmt tap í þeim leik.

4 Úrslit

 

4.1 Skráning úrslita

Tilkynna þarf niðurstöðu hvers leiks til mótastjóra. Fyrirliði beggja liða ber að taka screenshot af map veto og loka niðurstöðu. Þessi gögn skulu vera til hendi ef ágreiningur kemur upp á milli liða við tilkynningu á úrslitum.

bottom of page