Fréttir

7 Rafíþróttadeildir byrja nú í haust
Skráning í deildir hér
RÍSÍ kynnti í byrjun sumars samstarf við Símann um útsendingar á Sjónvarpi Símans. Í tengslum við þær útsendingar hefur RÍSÍ kynnt ýmsar deildir sem ekki hafa verið í sjónvarpi áður, sem og deildir sem byrja nýjar hjá okkur í haust.
Counter Strike 2
Format: Bo3, allir spila við alla einu sinni (e. single round robin). Efstu 6 liðin fara í útsláttarkeppni.
Fyrir jól verður því spiluð deild og útsláttarkeppni til að ákveða sigurvegara deildarinnar.
Eftir jól tekur við nýtt form og í stað deildar verða haldin þrjú aðskilin mót: RIG mót Ljósleiðarans, Vormót Ljósleiðarans og Stórmeistaramótið.
Aukið verðlaunafé er í ár eða samtals kr. 3.000.000 fyrir þessi fjögur mót, til mikils að vinna og Counter-Strike á Íslandi aldrei verið sterkari!
Tímasetning: Þriðjudags- og Fimmtudagskvöld
Ljósleiðaradeildin: 03.09.2024 - 16.11.2024
RIG mót Ljósleiðarans: 07.01.2025 - 25.01.2025
Vormót Ljósleiðarans: 11.02.2025 - 25.03.2029
Stórmeistaramót Ljósleiðarans: 01.05.2025 - 31.05.2025
Áhugamannadeildirnar snúa aftur í sama formi og í fyrra og fer skráning fram hér: Skráning í áhugamannadeildir
Símamótið í netskák
Sýnt verður frá mótinu í beinni útsendingu á sunnudagskvöldum í Sjónvarpi Símans.
Verðlaunafé 2024/2025: 1.000.000 kr.!
Fyrirkomulag:
- Umhugsunartími: 3 mínútur + 2 sekúndur á leik
- Tíu skáka einvígi í hraðskák
- Verði jafnt er tefld bráðabanaskák, hvítur hefur 5 mín + 2 sek og þarf að vinna, jafntefli dugar svörtum
- 16 keppendur tefla í útsláttarkeppni (e. single elimination)
Þrír efstu úr undankeppni fá sæti í mótinu og fengu einnig 13 keppendur boðssæti - þeir eru eftirfarandi í stafrófsröð:
- IM Aleksandr Domalchuk (2386)
- IM Björn Þorfinnsson (2356)
- GM Bragi Þorfinnsson (2379)
- GM Guðmundur Kjartansson (2474)
- GM Hannes Hlífar Stefánsson (2473)
- GM Helgi Áss Grétarsson (2485)
- GM Helgi Ólafsson (2466)
- IM Hilmir Freyr Heimisson (2392)
- GM Hjörvar Steinn Grétarsson (2498)
- GM Jóhann Hjartarson (2472)
- WIM Olga Prudnykova (2268)
- GM Vignir Vatnar Stefánsson (2500)
- GM Þröstur Þórhallsson (2385)
Tímasetning: annað hvert sunnudagskvöld kl. 19:00 - 21:00
Dagsetningar 2024:
- Undankeppni: 25. ágúst 2024, kl. 19:30,
- Íslandsmótið í netskák: 8 sunnudagar: 8 september- 8 desember 2024.
Dagsetningar 2025:
- Undankeppni: 5. janúar 2025, kl. 19:30,
- Íslandsmótið í netskák: 8 sunnudagar: 12 janúar - 6 apríl 2025.
Dota 2
Verðlaunafé 2024/2025: 775.000 kr.!
Haustdeild: 08.09.2024 - 14.12.2024
Format: Tveir riðlar (BO2), double elimination playoffs (BO3) og úrslit (BO5). Einungis leikmenn undir 5k MMR eru gjaldgengir í mótið, og hvert lið fær þjálfara (e. coach) sem fylgir þeim í gegnum mótið.
Skráning í Litlu-Kraftvéladeildina
Skráningargjald: 12.500 kr. / lið
Vordeild: 25.01.2025 - 11.05.2025
Format :Tveir riðlar (BO2), double elimination playoffs (BO3) og úrslit (BO5). Engar takmarkanir.
Skráningargjald: 15.000 kr. / lið
Fortnite
Format: Battle Royal - Solo. 11 kvöld á tímabili, fyrstu 10 telja til stiga og komast efstu 50 á úrslitakvöldið!
Tímasetning: Mánudagar 19:00-21:00
Haustdeild: 09.09.2024 - 24.11.2024
Vordeild: 13.01.2025 - 29.03.2025
Skráningargjald: 2000 kr.
Verðlaunafé 2024/2025: 600.000 kr.!
Valorant Kvenna
Format: Round Robin BO3 in í Double Elim og Úrslit eru BO5
Tímasetning: Föstudagar kl. 20:00 - 22:00
Haustdeild: 06.09.2024 - 06.12.2024
Vordeild: 10.01.2025 - 11.04.2025
Skráningargjald: 0 kr. / Lið
Verðlaunafé 2024/2025: 1.500.000 kr.!
Nánari upplýsingar er hægt að finna hér
Verður þó ýmislegt í boði í vetur en Íslandsmótið í Valorant verður kynnt í haust þar sem keppendur af öllum kynum geta tekið þátt.
Rocket League
Tímasetning: Miðvikudagar 19:40 - 21:20
Haustdeild: 18.09.2024 - 20.11.2024
Stórmeistaramótið í Rocket League: 11.03.2025 - 22.03.2025
Skráningargjald GR-Verk Deildin 2024: 15.000 kr. / lið
Skráningargjald Neðri deildir 2024: 0 kr. /
Verðlaunafé 2024/2025: 500.000kr!
Nánari upplýsingar er hægt að finna hér
Overwatch
Format: Round Robin, efstu lið halda áfram í umspil.
Dagsetningar: 14.09.2024 - 08.03.2025
Skráningargjald: 15.000 kr. / lið. (Tölvulistadeildin)0 kr. / lið. (1. Deild)
0 kr. / lið (Opna deildin)
Verðlaunafé 2024/2025: 500.000 kr.!