Fréttir

7 Rafíþróttadeildir byrja nú í haust

7 Rafíþróttadeildir byrja nú í haust

Skráning í deildir hér

RÍSÍ kynnti í byrjun sumars samstarf við Símann um útsendingar á Sjónvarpi Símans. Í tengslum við þær útsendingar hefur RÍSÍ kynnt ýmsar deildir sem ekki hafa verið í sjónvarpi áður, sem og deildir sem byrja nýjar hjá okkur í haust.

Counter Strike 2 

Format: Bo3, allir spila við alla einu sinni (e. single round robin). Efstu 6 liðin fara í útsláttarkeppni.

Fyrir jól verður því spiluð deild og útsláttarkeppni til að ákveða sigurvegara deildarinnar.

Eftir jól tekur við nýtt form og í stað deildar verða haldin þrjú aðskilin mót: RIG mót Ljósleiðarans, Vormót Ljósleiðarans og Stórmeistaramótið. 

Aukið verðlaunafé er í ár eða samtals kr. 3.000.000 fyrir þessi fjögur mót, til mikils að vinna og Counter-Strike á Íslandi aldrei verið sterkari!

Tímasetning: Þriðjudags- og Fimmtudagskvöld

Ljósleiðaradeildin:  03.09.2024 - 16.11.2024

RIG mót Ljósleiðarans: 07.01.2025 - 25.01.2025

Vormót Ljósleiðarans: 11.02.2025 - 25.03.2029

Stórmeistaramót Ljósleiðarans: 01.05.2025 - 31.05.2025

Áhugamannadeildirnar snúa aftur í sama formi og í fyrra og fer skráning fram hér: Skráning í áhugamannadeildir

Símamótið í netskák

Sýnt verður frá mótinu í beinni útsendingu á sunnudagskvöldum í Sjónvarpi Símans.

Verðlaunafé 2024/2025: 1.000.000 kr.!

Fyrirkomulag:

  • Umhugsunartími: 3 mínútur + 2 sekúndur á leik
  • Tíu skáka einvígi í hraðskák
  • Verði jafnt er tefld bráðabanaskák, hvítur hefur 5 mín + 2 sek og þarf að vinna, jafntefli dugar svörtum
  • 16 keppendur tefla í útsláttarkeppni (e. single elimination)

Þrír efstu úr undankeppni fá sæti í mótinu og fengu einnig 13 keppendur boðssæti - þeir eru eftirfarandi í stafrófsröð:

  1. IM Aleksandr Domalchuk (2386)
  2. IM Björn Þorfinnsson (2356)
  3. GM Bragi Þorfinnsson (2379)
  4. GM Guðmundur Kjartansson (2474)
  5. GM Hannes Hlífar Stefánsson (2473)
  6. GM Helgi Áss Grétarsson (2485)
  7. GM Helgi Ólafsson (2466)
  8. IM Hilmir Freyr Heimisson (2392)
  9. GM Hjörvar Steinn Grétarsson (2498)
  10. GM Jóhann Hjartarson (2472)
  11. WIM Olga Prudnykova (2268)
  12. GM Vignir Vatnar Stefánsson (2500)
  13. GM Þröstur Þórhallsson (2385)

Tímasetning: annað hvert sunnudagskvöld kl. 19:00 - 21:00

Dagsetningar 2024: 

  • Undankeppni: 25. ágúst 2024, kl. 19:30,
  • Íslandsmótið í netskák: 8 sunnudagar: 8 september- 8 desember 2024.

Dagsetningar 2025: 

  • Undankeppni: 5. janúar 2025, kl. 19:30,
  • Íslandsmótið í netskák: 8 sunnudagar: 12 janúar - 6 apríl 2025.

Dota 2

Verðlaunafé 2024/2025: 775.000 kr.!

Haustdeild:  08.09.2024 - 14.12.2024

Format: Tveir riðlar (BO2),  double elimination playoffs (BO3) og úrslit (BO5). Einungis leikmenn undir 5k MMR eru gjaldgengir í mótið, og hvert lið fær þjálfara (e. coach) sem fylgir þeim í gegnum mótið.

Skráning í Litlu-Kraftvéladeildina

Skráningargjald: 12.500 kr. / lið

Vordeild: 25.01.2025 - 11.05.2025 

Format :Tveir riðlar (BO2), double elimination playoffs (BO3) og úrslit (BO5). Engar takmarkanir.

Skráningargjald: 15.000 kr. / lið

Fortnite

Format: Battle Royal - Solo. 11 kvöld á tímabili, fyrstu 10 telja til stiga og komast efstu 50 á úrslitakvöldið!

Tímasetning: Mánudagar 19:00-21:00

Haustdeild:  09.09.2024 - 24.11.2024

Vordeild: 13.01.2025 - 29.03.2025

Skráningargjald: 2000 kr.

Skráning í Elko-deildina

Verðlaunafé 2024/2025: 600.000 kr.!

Valorant Kvenna

Format: Round Robin BO3 in í Double Elim og Úrslit eru BO5

Tímasetning: Föstudagar kl. 20:00 - 22:00

Haustdeild: 06.09.2024 - 06.12.2024

Vordeild: 10.01.2025 - 11.04.2025

Skráningargjald: 0 kr. / Lið

Skráning í Mílu-deildina

Verðlaunafé 2024/2025: 1.500.000 kr.!

Nánari upplýsingar er hægt að finna hér

Verður þó ýmislegt í boði í vetur en Íslandsmótið í Valorant verður kynnt í haust þar sem keppendur af öllum kynum geta tekið þátt.

Rocket League

Tímasetning: Miðvikudagar 19:40 - 21:20

Haustdeild: 18.09.2024 - 20.11.2024

Stórmeistaramótið í Rocket League: 11.03.2025 - 22.03.2025

Skráningargjald GR-Verk Deildin 2024:  15.000 kr. / lið

Skráningargjald Neðri deildir 2024: 0 kr. /

Skráning í GR Verk deildina

Verðlaunafé 2024/2025: 500.000kr!

Nánari upplýsingar er hægt að finna hér

Overwatch

Format: Round Robin, efstu lið halda áfram í umspil.

Dagsetningar:  14.09.2024 - 08.03.2025

Skráningargjald: 15.000 kr. / lið. (Tölvulistadeildin)0 kr. / lið. (1. Deild)

0 kr. / lið (Opna deildin)

Skráning í Tölvulistadeildina

Verðlaunafé 2024/2025: 500.000 kr.!

Nánari upplýsingar er hægt að finna hér 

Engin ummæli enn
Leit