Hvað er RÍSÍ

Rafíþróttasamtök Íslands (RÍSÍ) samtök stofnuð til þess að vekja athygli á og styðja þróun rafíþrótta (e. esports) á Íslandi.

Markmið samtakanna er að kynna rafíþróttir sem gilt áhugamál sem elur með sér jákvæða ávinninga fyrir iðkendur samvinnu, samskiptahæfni, viðbragðsflýti, vandamálalausn og fleira þegar þær eru stundaðar markvisst.

RÍSÍ leitast einnig eftir því að styðja við grasrótarstarf á sviði rafíþrótta á Íslandi og samstarfi við stjórnvöld, foreldra og kennara þegar kemur að málefnum rafíþrótta á Íslandi.

RÍSÍ vill skapa störf innanlands á sviði rafíþrótta sem og byggja upp þekkingu sem getur nýst íslenskum áhugamönnum um rafíþróttir í því að byggja feril innan iðnaðarins erlendis. Þetta einskorðast ekki við atvinnuspilamennsku heldur felur í sér störf á sviði þjálfunar, greiningar, viðburðarstjórnun og fleiri.

RÍSÍ styður við framtök um land allt og er öllum opið.

 

Sendu okkur línu á rafithrottir@gmail.com eða á facebook síðu okkar https://facebook.com/rafithrottir 

Stjórn RÍSÍ

Ólafur Hrafn

Formaður

 

Ólafur Hrafn formaður samtakana hefur verið drifkraftur þess að koma rafíþróttarumgjörð á landinu úr því að vera ekki til staðar yfir í að vera til fyrirmyndar. Ólafur stofnaði einnig Rafíþróttaskólann og hefur legið yfir aðferðafræðinni og prufað sig áfram sem yfirþjálfari Ármanns. Ólafur starfaði áður hjá RIOT við að koma upp skólakeppnum í LOL

Melína Kolka

Varaformaður

 

Melína Kolka er einn af stofnendum TÍK, tölvuleikjafélag Íslenskra Kvenna. Hún brennur fyrir því að engum sé útskúfað frá sínu áhugamáli. Hún hefur haldið fjöldan allan af rafíþróttaviðburðum sérstaklega fyrir stelpur.

Þengill Björns

Aðalstjórn

 

 

Ásbjörn Daníel

Aðalstjórn / Gjaldkeri

Ásbjörn Daníel Ásbjörnsson hefur víðtæka reynslu úr atvinnulífinu og rekstri rafíþróttaliðs. Ásbjörn er eigandi Dusty rafíþróttaliðsins, Hér á árum áður keppti hann efsta stigi í CS:GO. 

Bjarni Sig

Aðalstjórn / Ritari

 

Benjamín Björn

Varamaður

 

Benjamín hefur komið að mótshaldi í rafíþróttum í fjölmörg ár og hefur gert garðinn frægann í mótshaldi hjá HRingnum. Á síðasta tímabili tók hann við sem mótsstjóri Vodafonedeildarinnar í CS:GO. 

Ásdís Erla

Varamaður

Hákon Dagur

Varamaður

Hafðu samband:

Sími: 6994647

Mail: rafithrottir@rafithrottir.is​
 

  • Twitter Clean