top of page
Hvað er RÍSÍ

Rafíþróttasamband Íslands (RÍSÍ) eru samtök stofnuð til þess að vekja athygli á og styðja þróun rafíþrótta (e. esports) á Íslandi.
 

Markmið samtakanna er að kynna rafíþróttir sem gilt áhugamál sem elur með sér jákvæða ávinninga fyrir iðkendur svo sem samvinnu, samskiptahæfni, viðbragðsflýti, vandamálalausn og hvers konar líkamlega þjálfun er stefnir að því að auka líkamlegt og andlegt atgervi, heilbrigði og hreysti ásamt fleiri ávinningum þegar þær eru stundaðar markvisst.
 

Samtökin leitast einnig eftir því að styðja við grasrótarstarf á sviði rafíþrótta á Íslandi og samstarfi við stjórnvöld, foreldra og kennara þegar kemur að málefnum rafíþrótta á Íslandi.

Samtökin vilja skapa störf innanlands á sviði rafíþrótta sem og byggja upp þekkingu sem getur nýst íslenskum áhugamönnum um rafíþróttir í því að byggja feril innan iðnaðarins erlendis. Þetta einskorðast ekki við atvinnuspilamennsku heldur felur í sér störf á sviði þjálfunar, greiningar, viðburðarstjórnun og fleiri.

Samtökin styðja við framtök um land allt og eru öllum opin.

 

Sendu okkur línu á rafithrottir@rafithrottir.is eða á facebook síðu okkar https://facebook.com/rafithrottir 

rísílong_black.png
bottom of page