Starfsfólk RÍSÍ

Aron Ólafsson

Framkvæmdastjóri

Aron Ólafs er reynslubolti í fræðslustarfi hann var formaður Stúdentaráðs HÍ og hefur unnið medalíur og verið valinn í landslið í rafíþróttum. Aron var einn af stofnendum rafíþróttadeildar Fylkis sem hefur verið leiðandi félag í afreksíþróttastarfi. Aron veit ýmislegt um samskipti foreldra og krakka sem iðka rafíþróttir.

Ástbjört Viðja

Verkefnastjóri

Viðja hefur komið að textaskrifum og upplýsingamiðlun. Núna spreytir hún sig sem penni rafíþrótta hjá Morgunblaðinu.

Benni.jpg
Benjamín Björn

Tækni- og vefstjóri

Benjamín hefur komið að mótshaldi í rafíþróttum í fjölmörg ár og hefur gert garðinn frægann í mótshaldi hjá HRingnum.

Hann er mótsstjóri Vodafonedeildarinnar í CS:GO. 

Bjarki Melsted

Verkefnastjóri

Bjarki er stjórnmálafræðingur og áhugamaður um rafíþróttir með mikla reynslu af liðsstjórn innan tölvuleikja. Í fyrri störfum sérhæfði hann sig í skipulagningu, úrlausn vandamála og samskiptum. Hann hefur brennandi áhuga á því að koma af stað rafíþrótta senu innan allra helstu tölvuleikja sem skortir slíka hér á landi.

Dísa Thorsdóttir

Verkefnastjóri stafrænna miðla

 

Dísa er menntuð í list, grafík og hefur komið að stafrænni markaðssetningu ásamt uppbyggingu og viðhaldi samfélagsmiðla.

Emelía Ósk Grétarsdóttir

Verkefnastjóri

 

Emelía er almennur  starfsmaður RÍSÍ með reynslu á mótahaldi og mótastjórn í rafíþróttum. Hún hefur brennandi áhuga á áhrifum  rafíþrótta á andlega heilsu og forvörnum í tengslum við það.

Finnbogi

Verkefnastjóri

Finnbogi er almennur starfsmaður RÍSÍ með reynslu í hópastarfi, leiðsögn og leikjanámskeiðum.

Hafdal

Verkefnastjóri

Hafdal hefur verið þjálfari fyrir meistaraflokk Fylkis í League of Legends í 4 tímabil, einnig keppti hann 2 tímabil. Hann er mikill stuðningsaðili rafíþrótta og langar að koma okkar mönnum út að keppa.

Haukur Henriksen

Verkefnastjóri - Framleiðsla

Haukur er almennur starfsmaður RÍSÍ með reynslu af útsendingu, markaðssetningu og mótastjórn. Haukur hefur einnig margra ára reynslu í viðburðastjórnun.

Jóhannes Durr

Verkefnastjóri - samstarf við sérsambönd

 

Jóhannes er liðsstjóri íslenska landsliðsins í eFótbolta og því starfar hann sem ákveðin tenging milli rafíþrótta og hefðbundinni íþrótta.

Svavar Þór Magnússon

Verkefnastjóri

Svavar hefur keppt 3 tímabil í úrvalsdeildinni í League of Legends hérlendis og einnig hefur hann mikla reynslu af því að vinna sem flokkstjóri með ungmennum.