top of page

Umboðsmaður

Sumir atvinnu rafíþróttamenn, lýsendur og aðrir í sjónvarpi nýta sér umboðsmenn til að hjálpa þeim að fá störf og sjá um samningamál og umsjón yfir vörumerkinu þeirra. Þetta eru nútíma stjörnur í okkar samfélagi og vinsældir þeirra geta verið miklar.

Hvað gerir umboðsmaður?
Eins og í hefðbundum íþróttum sér umboðsmaðurinn um hagsmuni skjólastæðinga sinna hvort sem það er gagnvart samstarfsfyrirtækjum, ímyndunarmál eða að semja um betri samninga fyrir þá.

Umboðsmaður kemur fram fyrir hönd skjólstæðinga sinna gagnvart samningsaðila og sér oft á tíðum um pappírsvinnuna fyrir þá svo skjólstæðingarnir geti einbeitt sér að fullu að sínu starfi.

Þeir starfa í þágu skjólstæðinga sinna og taka venjulega hlut af greiðslum í laun.

Sumar umboðsskrifstofur sjá jafnvel um dagatalið fyrir skjólstæðingana sína bóka fyrir þá gistingu og flug. Aðrir semja við umboðsskrifstofu sem sérhæfir sig í samstarfssamningum.

Þeir geta komið að kaupum og sölum á leikmönnum eða liðum og aðstoðað við kaupsamninga.
Hvaða hæfni þarf umboðsmaður?
Umboðsmaður þarf að vera öflugur í samningatækni, hafa sterkt tengslanet og samskiptahæfni. Umboðsmaður er ekki ólíkt sölumönnum að selja sinn skjólstæðing í verkefni. Þeir þurfa að hafa glöggt auga fyrir tækifærum og byggja upp sterkt samband við hagsmunaaðila.

Umboðsmaður þarf að geta selt leikmennina, og sýnt liðum og samstarfsaðilum af hverju leikmaðurinn ætti að fá góðan díl eða samning

Einnig munu þeir þurfa vera vel að sér í samningsrétti og örðum lögfræðilegum sviðum starfa. Útaf þessu bjóða sumar lögmannsstofur upp á umboð fyrir fulltrúa leikmanna.

Einnig þurfa umboðsmenn að vera með gott orðspor og skilning af rafíþrótta iðnaðinum, ásamt traustu viðskiptasambandi.

Gott er að vera með hugsunarhátt utan kassans og hæfi til að koma með nýjar lausnir. Til dæmis, ef umboðsmaður telur að hæfileikar þeirra séu virði meira en vinnuveitandi er tilbúinn að greiða, geta þeir samið um aðra bónusa yfir ákveðinn tíma.

Vinnutími og laun
Umboðsmenn vinna streitulaust fyrir skjólstæðinga sína og mjög sjaldan 9-5 starf og erfitt að gefa góða mynd af launum umboðsmanna.


Það eru til erlendis umboðsskrifstofur þar sem umboðsmenn fá föst laun en margir fá einungis greitt eftir að hafa tryggt samning fyrir skjólstæðinginn sinn.

Fyrir tekjuhærri skjólstæðinga þekkist það að umboðsmenn fái greitt hlut af öllum tekjum í kringum vörumerki skjólstæðingsins.

Það er ekki óalgengt að umboðsmenn taki 10-15% hlut af samningum sem þeir gera.

bottom of page