top of page
Search

Lokadagur Meistaramótsins


Komið er að lokadegi meistaramóts Iceland Open í League of Legends. Í lok kvölds standa eftir tvö lið sem fá þátttökurétt fyrir hönd Íslands á Telia Masters, stóru norðurlandamóti í boði Dreamhack.


Með góðri frammistöðu þar geta liðin unnið sig upp í mót NLC og þaðan upp í EU Masters en ef þú ætlar í atvinnumennsku í LoL er enginn betri vettvangur en EU Masters.


Það eru því gríðarlega mikilvægir leikir hérna á eftir en gærdagurinn var ótrúlega spennandi; spáð hafði verið fyrir góðri göngu XY.esports en hún fór fram úr öllum væntingum þegar þeir slógu Dusty Academy, besta lið mótsins niður í neðri riðil í frábærum 2-1 sigri.


Excess Success sem er að mestu byggt upp af fyrrum meðlimum Turboapes United sem enduðu síðustu Vodafone deild í öðru sæti byrjuðu mótið ekki vel og duttu niður í neðri riðil gegn KR-ingum. Þeir mættu hinsvegar af miklu afli í viðureignina sína í gær þar sem þeir unnu Dusty Academy 2-0 og slógu þá úr keppninni!


Þeir munu mæta Fylki hér á eftir kl 15:00 en Fylkir hefur átt svipaða göngu þar sem þeir töpuðu á fyrsta degi gegn XY.esports en hafa síðan slegið út bæði Sveitta og TobeAnnounced í 2-0 sigrum. Í kjölfarið tökum við svo úrslitin í efri riðlinum til að velja fyrsta liðið okkar sem kemst á Telia Masters og endum kvöldið á úrslitum í neðri riðli til að finna það seinna.

Fylgist með í beinni í allan dag á https://www.twitch.tv/SiggoTV


65 views0 comments

Recent Posts

See All