
Hausttímabilið fer af stað í LOL og CS:GO
Hausttímabil Vodafone deildarinnar í CS:GO hefst 22. ágúst 2020.
Nauðsynlegt er að vera skráður “subscriber” á Challengermode RÍSÍ síðunni til að geta tekið þátt í Minor, deildinni eða Major.
Til að gerast subscriber þarf að ýta á “Subscribe” takkann fyrir neðan RÍSÍ myndina

Aðgangurinn “IEL Haust 2020” tryggir aðgang að öllum mótum tímabilsins.
Tímabilið skiptist í þrjá hluta eins og síðasta tímabil:
Minor
Fyrsta mót tímabilsins sem er haldið yfir tvær helgar. 22-23. ágúst og 29-30. ágúst. Mótið verður double elimination bo3 mót og mun gengi í mótinu ákvarða í hvaða deild lið fer.
1-4. sæti fer í fyrstu deild með KEF.esports, BadCompany, Tindastóll og MothaFuckaJones.
5-12. sæti fyllir aðra deild
13-20. sæti fyllir þriðju deild
osfrv.
Skráning í mótið er opin hér: https://www.challengermode.com/s/RISI/tournaments/f5af6490-c5d5-ea11-8b03-0003ffde193f 20
Nauðsynlegt er að liðið sé merkt “Ready” til að taka þátt í mótinu. Hægt verður að merkja sem ready viku fyrir mótið, aðeins ef allir í liðinu eru subscribers eins og er útskýrt efst á þessum þráð.
Hægt verður að skrá sig í deildina án þess að taka þátt í Minor, en það er gert hér: https://forms.gle/x7zBr19t9nZeyeoH8 1 Lið sem fara í gegnum Minor fá hærra seed og lenda því í hærri deild heldur en lið sem skrá sig í gegnum formið.
Lið þarf að tapa tveim bo3 seríum til að detta út. Liðin tvö sem tapa engum leik fyrstu helgina sína eru komin inn í fyrstu deild. Önnur lið þurfa að fara í gegnum lower bracket án taps til að fylla síðustu tvö sætin í fyrstu deild.
Einnig verður hægt að skrá sig á næsta tímabil deildarinnar án þess að fara í gegnum mótið, en viðkomandi verður ekki seeded með liðum sem taka þátt í mótinu og geta því ekki farið í efstu deildirnar.
ATH: Næsta tímabil -> Vortímabil 2021 mun ekki raða í deildir einungis út frá Minor heldur fylgja meira hefðbundnum reglum um færslur milli deilda. Nánari upplýsingar koma síðar.
Deildin
Hausttímabilið hefst á þriðjudaginn 1. september.
Úrvalsdeild:
Tvær umferðir spilaðar á tímabilinu, lið spila tvo bo1 leiki í viku. Einn á þriðjudegi og einn á fimmtudegi. Allir leikir verða sýndir í beinni útsendingu á Stöð 2 eSport og á twitch rás RÍSÍ. Vetos verða með öðruvísi sniði en venjulega: Lið á “útivelli” bannar eitt map og lið á “heimavelli” velur svo mappið sem verður spilað út frá því sem er eftir. Vetos munu gerast viku fyrir leik.
Fyrsta deild og niður:
Ein umferð spiluð á tímabilinu, lið spila einn bo3 leik í viku. Leikir eru settir að spilast á fimmtudag en liðum er frjálst að reschedule-a þá leiki fyrr eða seinna í vikunni. Vetos fara fram á Challengermode fyrir leik.
Major
Í lok tímabilsins verður haldin bikarkeppni. Majorinn skiptist í þrjú minni mót:
Opið mót - topp 4 fara áfram í áskorendamótið
Áskorendamót - sæti 5-8 í úrvalsdeild vs. topp 4 úr opnu móti - topp 4 fara áfram í meistaramótið
Meistaramót - sæti 1-4 í úrvalsdeild vs. topp 4 úr áskorendamóti - sigurvegari verður bikarmeistari.