top of page
Search

Fylkir og FH mætast í úrslitaleik Stórmeistaramóts Vodafone-deildarinnar í CS:GO

Fylkir og FH eigast við í úrslitaleik Stórmeistaramóts Vodafone-deildarinnar í CS:GO á sunnudaginn.



Fylkismennirnir Bjarni Þór Guðmundsson og Eðvarð Þór Heimisson, sem spila undir nöfnunum Bjarni og EddezeNN, segja að umhverfið í íslenskum rafíþróttum hafi breyst mikið á undanförnum mánuðum.

„Ég hef ekki spilað í nema í fimm ár en bara á síðasta ári hef ég tekið eftir rosalegum breytingum. Þetta er orðið svo miklu meira atvinnumannalegt. Maður getur ekki gert það sem mann langar til lengur, það þarf allt að vera gert rétt og eftir reglum. Miklu meira eins og ég ímynda mér alvöru íþróttir,“ sagði Bjarni.

Eðvarð segir að ramminn utan um rafíþróttaiðkun sé orðinn mun skýrari en hann var.

„Sportið er að þroskast og æfingarnar að breytast. Það koma bara svo miklu betri hlutir þegar menn eru farnir að vera í sjónvarpi og læti. Það er eitthvað sem ég gat ekki ímyndað mér þegar ég byrjaði að spila tíu ára gamall. Í dag sjá krakkarnir okkur spila og hafa eitthvað til að stefna að og geta byrjað bara strax að æfa rétt,“ sagði Eðvarð.


Vilja vera á toppnum

Fylkir hefur barist á toppi Vodafone-deildarinnar síðan hún var sett á laggirnar. Strákarnir vilja ná langt.

„Ég set pressu á sjálfan mig um að halda áfram að keppa um toppsæti,“ sagði Eðvarð. Bjarni tók í sama streng.

„Mig langar bara að vera á toppnum en Fylkir setur enga pressu þeir hafa verið duglegir að reyna að halda okkur í jafnvægi. En ég geri allt sem ég get til þess að vera þar sem við erum núna. Þegar þú ert búinn að prufa að vinna þá langar þig ekkert að fara tapa.“


Stundum pirrandi að geta ekki gert allt sem maður vill

En hvað hafa þessi stóru hefð