top of page
Search

Aðalfundur Rafíþróttasamtaka Íslands

Rafíþróttasamtök Íslands boðar til aðalfundar félagsins miðvikudaginn 30. september nk.

Fundurinn hefst kl 20:00 og er haldinn á skrifstofu 1939 Games.

Stjórn félagsins óskar eftir tilnefningum í lagabreytingarnefnd Aron@rafithrottir.is.


Hér að neðan má sjá tilvísun í 8.gr. laga félagsins um aðalfund og mun dagskráin vera eins og hún kemur fyrir þar. 


6. gr. 

6.1. Aðalfund skal halda eigi síðar en 1. október ár hvert og skal boða til hans með að minnst tveggja vikna fyrirvara með sannanlegum hætti.  Aðalfundur er löglegur, sé rétt til hans boðað. Einfaldur meirihluti mættra félagsmanna ræður úrslitum mála.  Dagskrá aðalfundar skal vera sem hér segir:


Kosning fundarstjóra og fundarritara

Skýrsla stjórnar lögð fram

Reikningar lagðir fram til samþykktar

Lagabreytingar

Ákvörðun félagsgjalds

Kosning stjórnar

Önnur mál


5. gr. 

Starfstímabil félagsins er almanaksárið.  Á aðalfundi skal stjórn gera upp árangur liðins árs.  Aðeins félagsmenn mega vera þátttakendur í aðalfundi.