Nálgun foreldra við rafíþróttir
Rafíþróttir er hugtak sem margir foreldrar eru enn að átta sig á og oft er spurt ,,Horfir fólk á aðra spila tölvuleiki?”.
Á síðustu árum hafa rafíþróttir þróast umfram viðurkenningu sem lögmæt íþrótt og hefur þetta breyst í margra milljarða dollara iðnað, yfir 500 milljónir einstaklinga skilgreina sig sem esport iðkendur um heim allan. Á árinu 2019 þénuðu um 25 þúsund fagspilarar samanlagt 221,3 milljónir dollara og sýnir það gífurlega aukningu í rafíþróttum í dag.
Að furða sig á áhuga barnsins þíns á rafíþróttum og að hafa áhyggjur af þeim tíma sem barnið eyðir í tölvuleik eru algengar og lögmætar áhyggjur, en aukinn skilningur og stuðningur við áhuga barnsins á rafíþróttum og tölvuleikjum er frábær leið til að skilja hagsmuni og kosti þessarar vaxandi íþrótt.
Rafíþróttir geta veita andlega styrk og félagsmótun þegar þær eru iðkaðar með öðrum og með því að vinna með liði verða leikmenn að taka millisekúndna ákvarðanir, samræma áætlanir og læra gildi og færni svipuð þeim sem öðlast er í hefðbundnum íþróttum. Rafíþróttarleikir stuðla einnig að liðsheild og félagsskap ásamt því að velgengni byggir upp sjálfsálit og sjálfstraust. Hér að neðan er yfirlit yfir það sem foreldrar ættu að vita um rafíþróttarleiki og ástæður til að vera með í þátttöku barna sinna í þeim rafíþróttarleikjum ásamt upplýsingum um hvernig foreldrar geta stutt við áhuga barns síns á heilbrigðan hátt.
Meiðsli eru möguleg
Leikmenn þjást ekki af beinbrotum eða
heilaskaða eins og þeir gætu gert í
hefðbundnum íþróttum, en það er ekki þar
með sagt að rafíþróttir séu meiðslalausar.
Vitað er um sinaskeiðabólgu,
segamyndun í djúpum bláæðum,
tennisolnboga og bakverki vegna of
mikillar spilunar. Þess vegna er
mikilvægt að vera í góðu andlegu og
líkamlegu formi. Að fara út að
lágmarki einu sinni á dag og taka góða
hreyfingu í klukkutíma. Í vondum veðrum er
hægt að taka heimaæfingar eða fara í
næstu líkamsræktarstöð.
Fjárfesting í réttum búnaði sem stuðlar að þægindum og öryggi er einnig mikilvægt til að fyrirbyggja möguleg meiðsli. Vel byggðir stólar, þægileg mús, lyklaborð eða stýripinnar eru allt lykilverkfæri fyrir
rafíþróttamenn til að koma í veg fyrir meiðsli og gott er að skoða vöruúrval sem hentar hverjum og einum.
Þjálfun er nauðsynleg
Flestir foreldrar segja við börnin sín ,,Ef þú vilt vera góður í einhverju að þá þarft þú að æfa þig” og ef barnið þitt
stefnir á að verða fyrsta flokks rafíþróttarmaður en þarfnast hvatningar, þá þarf einmitt að leggja áherslu á það að æfa sig.
Í venjulegum íþróttum eru krakkar hvattir til að æfa klukkustundum saman á dag til þess að fullkomna færni sína.
Sami tími er nauðsynlegur fyrir æfingar í rafíþróttum en einnig þarf að viðhalda heilbrigðu jafnvægi til að koma í veg fyrir neikvæð áhrif ofspilunar. Ef barnið þitt sýnir hæfileika, ástríðu og áræðni skaltu hjálpa því að finna rétt jafnvægi þar á milli.
Rafíþróttaiðkun er raunhæf starfsbraut
Ekki allir sem keppa í rafíþróttaleikjum græða mikinn pening, en leikmenn sem komast á úrvals stig fá verðlaunafé og þeir sem verða meistarar geta mögulega þénað milljónir. Call of Duty, League of Legends og Overwatch League eru meðal þeirra sem bjóða grunnlaun auk sjúkratrygginga og eftirlauna bóta fyrir fagleikmenn sína og fyrir þá leikmenn sem ekki eru á úrvals stigi eru atvinnutækifæri þó til staðar. Spilarar geta einnig streymt leikjum sem þeir spila og stofnað viðveru á streymisveitu og þénað pening frá stuðningi áhorfenda. Dæmi er um að vinsælir spilarar þéni
töluverðar upphæðir vegna hæfileika sinna, jafnvel þó þeir taki aldrei þátt í keppnum. Stuðningur foreldrar er því lykilatriði fyrir velgengni margra leikmanna og sérstaklega á yngri árum.
Það er mikilvægt að hafa áhuga á áhugamálum barnsins þíns því allir þurfa á stuðning að halda. Þar sem margir rafíþróttamenn eru enn á táningsaldri gætu þeir þurft skutl á mót og æfingar, fararstjóra og aðstoðarmenn eða jafnvel bókun á hótel ef keppt er fyrir utan heimabæ.
Rafíþróttir gefa mörgum fjölskyldum tækifæri til að tengjast hvort sem barnið þitt er að skoða langtímaferil eða frjálslega spilun, þá bjóða rafíþróttir upp á skemmtilega leið til að tengjast heima saman eða í fjarspilun. Ef barnið þitt hefur mikinn áhuga á rafíþróttarleikjum gæti verið kominn tími til að finna þinn eigin innri leikmann til að tengjast þeim í þeirra áhugamálum.
Tölvuleikjaspilun er stöðugt vaxandi áhugamál á heimsvísu og í baráttu fyrir athygli barnsins þíns og því er mikilvægt að vera
meðvitaður um þáttöku barnsins í fjölspilun.
Svo auðvitað getur þú alltaf talað við rafíþrótta sérfræðinginn heima hjá þér: barnið þitt. Spyrðu barnið hvers vegna það spilar, hvers vegna barnið elski að spila og hvort það sé eitthvað sem þú getur gert til að hjálpa þeim með þeirra áhugamál. Gott ráð er að setja leikreglur heimilisins um til dæmis tímamörk, hegðun og öryggi á netinu.




Myndin hér að ofan sýnir áættlaða fjölgun virkra esports spilara og eru tölurnar í milljörðum.