Formáli fyrir mótareglur CS:GO

Rafíþróttasamtök Íslands (hér eftir RÍSÍ) stefna á að búa til öruggt og stöðugt keppnisumhverfi á Íslandi fyrir einstaklinga og lið.
 

Þessi reglubók gidlir fyrir alla þátttakendur í CS:GO mótum á vegum RÍSÍ, hvort sem það séu lið eða leikmenn. Lið og leikmenn sem ekki fylgja reglunum geta átt von á því að vera vísað úr keppni.

1. Almennt

1. Umsjónarmenn móta

Eftirtaldir eru einu aðilar sem taka ákvarðanir og á að leita til varðandi spurninga, vangaveltna eða aðstoðar varðandi reglur eða mót.

 • Níels Adolf “NIELS” Svansson - Mótastjórn CS:GO 

 • Halldór Már “wmcritical” Kristmundsson - Mótastjórn CS:GO

 • Benjamín Björn “Slevin” Hinriksson - Mótastjórn CS:GO - benni@rafithrottir.is

Þetta á þó ekki við um aðstoð varðandi keppnisvef Challengermode.com, allar aðstoðarbeiðnir sem tengjast síðunni sjálfri, uppstillingum eða lagfæringum á leikjum á að eiga sér stað í gegnum aðstoðarspjall á síðunni sjálfri þar sem starfsmenn eru við öllum stundum.

Hægt er að ná beinu sambandi við mótastjórn í gegnum facebook síðu mótastjórnar CS: https://www.facebook.com/MotastjornCSGO

1.1 Gildissvið reglna

Ef að einhver hluti reglna er rangur eða óframkvæmanlegur þá hefur það ekki áhrif á gildi annara hluta. Stjórnendur móta hafa ávallt endanlegt ákvörðunarvald hvað varðar reglur eða vafamál.

Brot á þessum reglum getur leitt til refsinga, allt frá tímabundnu keppnisbanni til að banni liðs og leikmanns frá þátttöku í mótum á vegum RÍSÍ.

1.2 Trúnaður

Öll samskipti leikmanna við stjórnendur eru trúnaðarmál og ekki má endurrita, afrita eða sýna á annan hátt óviðkomandi aðilum þau samskipti. Brot á þessum trúnaði er refsivert.

 

Lög um fjarskipti - 9. mgr. 47. gr

Sá sem fyrir tilviljun, mistök eða án sérstakrar heimildar tekur við símskeytum, myndum eða öðrum fjarskiptamerkjum og táknum eða hlustar á símtöl má ekki skrá neitt slíkt hjá sér eða notfæra sér það á nokkurn hátt. Jafnframt ber honum að tilkynna sendanda að upplýsingar hafi ranglega borist sér. Skylt er að gæta fyllsta trúnaðar í slíkum tilfellum.

 

1.3 Framkoma / Hegðun

Með þátttöku í mótum samþykkja öll lið og leikmenn að þeim beri að sýna af sér íþróttamannslega hegðun, bera virðingu gagnvart mótherjum, áhorfendum, umfjöllunaraðilum, útsendingarteymi og stjórnendum mótanna. Komdu fram við aðra eins og þú vilt láta koma fram við þig. Ef leikmaður gerist sekur um brot á reglum um hegðun getur hann misst þátttökurétt sinn fyrirvaralaust frá móti. Lið leikmanna sem brjóta þessar reglur eiga líka á hættu að vera rekin úr keppni.

1.3.1 Móðganir og óviðeigandi hegðun

Þessi listi yfir hegðun sem er óviðunandi er ekki tæmandi og mun hvert atvik vera dæmt útaf fyrir sig

 • Kynþáttahatur eða önnur mismunun

 • Niðurlægjandi orðafar

 • Kynferðisleg áreitni

 • Hótanir um ofbeldi

 • Líkamlegt/andlegt ofbeldi

 • Notkun vímuefna

1.4 Samskipti

Öllum keppendum ber að vera skráðir notendur á spjallborði RÍSÍ https://forum.rafithrottir.is/. Hægt er að senda bein skilaboð til stjórnenda eða opna þráð fyrir meiri umræður.

Beint samband við mótastjórn er best í gegnum facebook síðu mótastjórnar https://www.facebook.com/MotastjornCSGO

Öllum keppendum í mótum ber einnig að vera á Teamspeak þjóni RÍSÍ ts.rafithrottir.is þegar liðið keppir og fylgja Discord þjóni RÍSÍ: https://discord.gg/kyz8BdQ

Hægt er að ná í stjórnendur þar, eða með því að senda skilaboð á facebook síðu Rafíþróttasamtaka Íslands á Facebook eða í gegnum Challengermode.

1.5 Veðmál

Keppendum er stranglega bannað að veðja á sína eigin leiki eða á einhvern hátt hafa áhrif á leiki síns liðs fyrir tilstilli þriðja aðila. Gerist leikmenn uppvísir að því er það ævilangt bann frá öllum mótum og keppnum sem falla undir RÍSÍ.

1.6 Klæðnaður keppenda

Á mótum RÍSÍ sem fara fram í sal með áhorfendum ber liðum skylda að klæðast keppnistreyjum sínum og vera snyrtilega klædd.

1.7 Áfengi og vímuefni

Notkun áfengis og annara vímuefna er stranglega bönnuð á meðan keppni stendur og gerist keppandi uppvís af broti á þessu verður honum vísað frá keppni og á mögulega hættu á banni frá mótum RÍSÍ.

2. Skipulag móta

2.1 Keppendur / Leikmenn

Þátttakendur í mótum RÍSÍ þurfa að hafa náð 18 ára aldri, eða að vera á 16. ári með skriflegt leyfi frá forráðamanni sem gefur samþykki fyrir þátttöku hans í mótinu.

2.1.1 Heiti leikmanns í leik (Nickname)

Heiti leikmanns má aðeins innihalda nafn eins styrktaraðila, og þá skeytt fyrir framan sjálft nafn leikmanns. Heiti leikmanns inni í leik má ekki vera aðeins nafn styrktaraðila.

Einnig eru heiti bönnuð sem að:

 • Eru orðrétt eins og einkaréttarvarin vörumerki eða annað

 • Eru keimlík eða nánast eins og einkaréttarvarin vörumerki

 • Eru heiti á öðrum manneskjum öðrum en leikmanni sjálfum

 • Eru heiti á stjórnendum móts eða öðrum sem koma að henni

 • Eru tóm vitleysa

 • Eru dónaleg, þessi listi er ekki tæmandi:

 • Niðrandi gagnvart minnihlutahópum

 • Innihalda dónalegt orðbragð

 • Innihalda kynþáttaníð

 • Ofl.

Það að breyta hvernig orð er ritað til að komast framhjá þessum kvöðum virkar ekki.

 

Mótastjórn áskilur sér rétt til að neita nafni á liði eða leikmanni ef það stangar á við gildi og/eða stefnu RÍSÍ.

2.1.2 Lögmæti leikmanns í liði

Til að vera lögmætur leikmaður í liði þarf hann að vera skráður í liðið á Challengermode.com, hafa greitt þátttökugjald móts og með Steam account sinn tengdan við síðuna.

Leikmenn í mótum RÍSÍ geta ekki skipt um lið, né geta lið í mótum RÍSÍ bætt við sig nýjum leikmönnum á meðan móti stendur.

2.1.3 Varamenn

Liðum í mótum RÍSÍ er heimilt að vera með 3 varamenn. 

Varamaður þarf ekki að borga sig inn í mót fyrr en hann þarf að spila.

Varamaður skráður í lið á Challengermode er gildur leikmaður liðs, sama hvort hann hefur greitt fyrir þátttöku eða ekki. Því má ekki skrá yfir þrjá varamenn yfir tímabilið.

Mótastjórnendur eiga rétt á að neita varamanni inn í lið.

2.1.4 Ný IP addressa leikmanns

Leikmaður þarf að tilkynna mótastjórn ef þeir spila á fleiri en einni IP addressu áður en leikur hefst á nýrri IP addressu.

2.2 Lið
2.2.1 Lið í mótum

Virkur meirihluti* liðs þarf að vera með íslenska kennitölu eða íslenskt lögheimili

Heiti liðs má ekki aðeins vera nafn styrktaraðila eða vörumerkis, en nafn styrktaraðila má þó vera í liðsnafninu. Sömu reglur gilda um heiti liðs og heiti leikmanna, sjá 2.1.1 Heiti leikmanns í leik (Nickname) 

*Virkur leikmaður er leikmaður sem hefur spilað meirihluta( > 50% ) leikja liðsins á tímabili.

2.2.2 Lið í Úrvalsdeild

Liðum í Úrvalsdeild ber að vera með einkennismerki / skjaldarmerki. Lið skulu vera með skráðan fyrirliða / þjálfara sem sér um öll samskipti við stjórnendur deildarinnar.

Allar breytingar á liðum í Úrvalsdeild þurfa að fá samþykki hjá stjórnendum deildarinnar, þetta á við um en er ekki takmarkað við:

 • Breytingar á leikmannahóp

 • Breytingar á nafni liðsins

 • Breytingar á einkennismerki / skjaldarmerki liðs.

 

Allar breytingar verða að berast mótsstjórnendum að minnstakosti 48 klukkustundum áður en næst leikur liðs er í deildinni og breytingar þurfa samþykki stjórnenda.

Liðum er óheimilt að breyta leikmannahópi sínum utan félagsskiptaglugga meðan móti/deild stendur.

 

Félagslið mega ekki hafa tvö lið í úrvalsdeild. Einnig mega tvö lið ekki bera sama nafn.

2.2.2.1 Skyldur liða í Úrvalsdeild

Leikmönnum liða ber skylda til að gefa kost á sér í viðtöl, umfjöllun, myndatökur og annað markaðsstarf í kringum deildina.

 

Lið ber skylda að nota Teamspeak Rafíþrótta (ts.rafithrottir.is) meðan leik stendur.

Mótastjórnendur áskila sér rétt til að koma inn á rás liðsins fyrir eða eftir leik til að ræða við keppendur.

2.2.3 Þátttökuréttur liðs á sæti
 • Stjórn félags (fyrirtæki / félag með kennitölu) sem vinnur sér inn þátttökurétt í deildinni hefur umráð með téðu sæti, að því gefnu að leikmenn sem keppi undir merkjum þeirra hafi ekki farið fram á annað.

 • Þegar á við lið (án kennitölu) sem vinnur sér inn þátttökurétt í deildinni, þá fer meirihluti virkra* leikmanna með umráð á sæti liðsins.

Í tilfelli b, til þess að sama lið haldi þátttökurétti sínum á sæti í deildinni þarf a.m.k. virkur meirihluti liðsins frá fyrra tímabili að vera í því á komandi tímabili.

*Virkur leikmaður er leikmaður sem hefur spilað meirihluta( > 50% ) leikja liðsins á tímabili.

2.2.3.1 Flutningur þátttökurétts

Aðeins í samráði við deildarstjórn er félagi sem er fyrirtæki/félag með kennitölu heimilt að framselja þátttökurétt sinn á sæti í deildinni, deildarstjórn hefur þó ávallt endanlegt ákvörðunarvald.

2.2.4 Styrktaraðilar liða

Styrktaraðilar liða mega ekki vera

 • Tengdir, framleiðendur eða dreifingaraðilar klámfengis efnis

 • Tengdir, framleiðendur eða dreifingaraðilar ólöglegra efna eða drykkja

Lið mega ekki auglýsa áfenga drykki eða tóbak; eða bera vörumerki þeirra á nokkurn hátt. Þá má ekki auglýsa óáfengar útgáfur af áfengum drykkjum.

2.3 Deildir
2.3.0 Þáttökugjald

Þáttökugjald er í öllum deildum og er það 15 evrur á leikmann, til að leikmaður sé löglegur til keppni verður hann að hafa lokið greiðslu til þáttöku.

 
2.3.1 Úrvalsdeild
 • Keppnistímabil er 14 umferðir spilaðar yfir 7 vikur.

 • Átta lið eru í deildinni.

 • Leiknar verða tvær BO1 umferðir. Lið spilar á “heimavelli” og á “útivelli”.

 • Lið á útivelli fær að banna eitt kort, svo velur heimaliðið kort til að spila af þeim sem eru eftir í pool.

 •  

 • Efstu fjögur lið vinna sér inn sæti í meistaramóti á næsta Major og Minor.

Liðið sem endar í 8. sæti fellur sjálfkrafa niður í fyrstu deild en liðið sem endar í 7. sæti í úrvalsdeildinni spilar við lið úr fyrstu deild upp á að halda sætinu sínu.  

2.3.1.1 Greiðsla verðlaunafés

Verðlaunafé og greiðslur fyrir þáttöku í deildarkeppni verður greitt út með millifærslu við lok deildar.

 

Deildin áskilur sér þann rétt að halda eftir eða svipta lið greiðslum ef keppandi eða lið gerast sek um brot á reglum mótsins.

2.3.1.2 Félagsskipti í úrvals

Gluggi fyrir félagsskipti verður opinn fyrstu tvær vikur deildarinnar og í viku fjögur.

Í félagsskiptaglugga þurfa lið að tilkynna til mótastjórnar allar skiptingar.

Félagsskipting má ekki eiga sér stað innan 24 klukkustunda fyrir leik.

Gluggi fjórðu viku opnar 25. september klukkan 00:00 og lokar aftur 28. sept klukkan 18:30.

2.3.1.3 Keppnisdagar

Allir leikir verða sýndir í beinni útsendingu. Ekki verður hægt að breyta tímasetningu leiks í beinni útsendingu. Mótastjórn áskilur sér rétt til að færa tímasetningar leikja.

Keppnisdagar í Úrvalsdeild eru:

 • Þriðjudagar

 • 4 bo1 leikir spilaðir. 

 • Fimmtudagar

 • 4 bo1 leikir spilaðir. 

2.3.2 Áhugamannadeildir - Fyrsta deild og niður
 • Keppnistímabil er rúmlega sjö vikur.

 • 8 lið eru í deild.

 • Öll lið spila eina BO3 umferð í viku.

 • Keppnisdagar eru fimmtudagar og er þá spiluð ein umferð af BO3. Heimilt er að skipuleggja viðureign í samráði við andstæðinga innan vikunnar.

Efsta lið hverrar deildar fer upp um deild og þá það einnig við um framgang úr fyrstu deild í aðra deild. Næst efsta sæti deildarinnar spilar við næst neðsta sæti næstu deildar fyrir ofan upp á sæti þess liðs í efri deild. 

 

2.3.2.1 Félagsskipti í annarri deild og niður

Félagsskipti mega eiga sér stað fyrstu sex vikur deildarinnar. 

Í síðustu viku mega engin leikmannaskipti eiga sér stað.

2.3.2.2 Félagsskipti í fyrstu deild

Félagsskipti fylgja sömu reglum og í úrvalsdeild. (sjá reglu 2.3.1.2)

Gluggi fjórðu viku opnar 24. september klukkan 00:00 og lokar aftur 29. september klukkan 20:00.

2.3.4 Stigagjöf

Tvö stig eru veitt fyrir sigur, alltaf er leikið til úrslita sem skilar öðru liði sigri. Núll stig eru veitt fyrir tap.

Ef að tvö eða fleiri lið eru jöfn að stigum að deildarkeppni er lokið eru liðin borin saman á eftirfarandi hátt:

 • Innbyrðis úrslit

 • Nettófjöldi umferða (rounds) sem liðið er með (Unnin - töpuð)

2.3.5 Mótmæli / Kvartanir yfir leik

Mótmæli eða kvartanir vegna leiks sem er liðinn verða að berast mótsstjórnendum að hámarki 48 klst eftir að leik lýkur. Áður en að mótmæli eru sett fram skal móta þau á góðan máta og koma þeim til mótsstjórnenda.

2.4 Framkvæmd leikja
2.4.1 Stundvísi

Leikir hefjast á þeim tíma sem þeir eru skráðir á, mótsstjórn áskilur sér rétt til að breyta tímasetningum leikja. Ætlast er til þess að leikmenn séu komnir í lobby 10 mínútum áður en leikur hefst. Ef að lið er ekki komið með fimm leikmenn 15 mínútum eftir skráðan leiktíma, fær það sjálfkrafa skráð á sig tap í þeim leik.

Athugið að það þarf að velja þá fimm leikmenn sem eiga að keppa í leik og stilla þeim upp í “Virkan” leikmannahóp inni á vef Challengermode áður en leikur hefst

2.4.1.1 Stundvísi í Úrvalsdeild

Ætlast er til þess að lið séu tilbúin 30 mínútum fyrir leik og búin að klára kortakosningu og tilkynna mótsstjórnendum hana. Leikmenn liða eiga að vera komnir inn á leikjaþjón 5 mínútum fyrir upphafstíma og fylgja samskiptum við mótsstjórnendur og útsendingu ef tefja þarf upphaf leiks.

Leikir þurfa að klárast fyrir lok umferðar.

2.4.2 Kortalisti (Map pool)

Sá kortalisti samkvæmt Valve Active Duty Pool á upphafi hvers tímabils er sá kortalisti sem verður virkur út tímabilið.

Núverandi listi er:

 • De_train

 • De_vertigo

 • De_dust2

 • De_inferno

 • De_nuke

 • De_mirage

 • De_overpass

2.4.3 Kortakosning (Map veto)

Kortakosning í móti haldið á Challengermode fer fram þegar að allir leikmenn eru mættir inn í lobby leiksins og eru orðnir ready.

 

2.4.2.1  Best af einu í úrvalsdeild (BO1)
 • Lið B (lið á “útivöll”) fjarlægir eitt kort

 • Lið A (lið á “heimavöll”) velur kortið sem verður spilað

2.4.2.2  Best af þremur (BO3)

Það lið sem hefur hærra seed ræður hvort að það sé Lið A eða Lið B í eftirfarandi ferli.

 • Lið A fjarlægir kort

 • Lið B fjarlægir kort

 • Lið A velur kort

 • Lið B velur kort

 • Lið A fjarlægir kort

 • Lið B fjarlægir kort

 • Síðasta kort er úrslitakort

2.4.2.3  Best af fimm (BO5)

Það lið sem hefur hærra seed ræður hvort að það sé Lið A eða Lið B í eftirfarandi ferli.

 • Lið A fjarlægir kort

 • Lið B fjarlægir kort

 • Lið A velur kort

 • Lið B velur kort

 • Lið A velur kort

 • Lið B velur kort

 • Síðasta kort er úrslitakort

Lið A fær að velja hvort að það byrji sem sóknar eða varnarlið í kortum B-liðs, og öfugt. Í úrslitakorti fer fram hnífaround (knife-round) til að ákvarða hvað lið byrjar sem sóknar eða varnarlið.

2.4.3 Niðurstaða leiks

Niðurstöður leikja eru sjálfkrafa skráðar í kerfi challengermode.com.

2.4.4 Pása á leik

Þegar að beðið er um pásu þá virkjast hún í næsta undirbúningstíma ( freeze time ).

Bæði lið hafa rétt á fjórum taktískum pásum í leik allt að 30 sekúndur hver. Þessar fjórar pásur gilda yfir allan leikinn, þ.a.s í venjulegum leiktíma og framlengingu. Ekki bætast við pásur í framlengingu.

Bæði lið hafa rétt á tveimur tæknilegum pásum per hálfleik sem mega ekki vara lengur en 5 mínútur hvor.  Þegar að beðið er um pásu skal tilgreina hvers vegna verið er að taka pásu og fylgja þeim reglum um hámarkstíma.

Ef að leikmaður dettur út af tæknilegum ástæðum þá hefur liðið aðeins þann tíma sem er uppgefinn fyrir tæknilegar pásur til að koma honum aftur inn, eða skipta inná varamanni. Sé það ekki gert fyrir lok pásutíma þá fær liðið dæmt á sig tap.

2.4.5 Alvarleg tæknileg truflun á leik

Ef að leikjaþjónn verður fyrir því að detta út verður leikur endurræstur frá þeim stað sem hann var á þegar atvikið á sér stað. Hægt er að biðja um að fá leik fluttan á nýjan leikjaþjón.

Ef að leikmaður dettur út af óviðráðanlegum ástæðum skal nota !tech skipun og hafa samband við Challengermode support strax.

2.4.5.1 Alvarleg tæknileg truflun á leik í úrvalsdeild og fyrstu deild.

Ef leikmaður dettur út af óviðráðanlegum ástæðum skal hafa samband við mótastjórn sem getur endurræst viðeigandi round. Ekki er nauðsynlegt að nota tactical pause meðan beðið er eftir endurræsingu. Ekki er hægt að gefa liðum auka tactical pauses eftir að þau hafa verið notuð.

2.4.6 Notkun galla í leik (bugs and glitches)

Viljandi notkun á galla (bug / glitch) í leiknum er með öllu óheimil. Mótsstjórnendur hafa fullt vald til þess að ákvarða hvort að lið hafi beitt ólöglegum aðferðum í leik og hvaða áhrif það hefur haft á leikinn.

2.4.7 Stillingar og notkun ólöglegra forrita (svindl)

Notkun hljóð-spjallforrita svosem Discord, Mumble og annara er löglegt. Notkun annara forrita sem hjálpa á meðan keppni stendur er ólöglegt, öll notkun á svindlum, svosem: Wallhack, Aimbot, Lituð módel, No-Recoil, No-Flash og hljóðbreytingar er stranglega bönnuð.

Verði leikmaður uppvís af notkun slíkra forrita er hann og liðið hans umsvifalaust rekið úr móti og leikmaður fær árs bann frá öllum keppnum samtakanna.

 

Notkun allra exploita er bönnuð, að nýta sér galla í kortum sem eru óeðlilegir er bannað. Notkun á high-sens binds sem eru notuð til að hafa óeðlileg áhrif á leikinn, t.d að snúast á ofurhraða í hringi á meðan er verið að defuse-a, eða planta sprengju er ólöglegt.

2.4.8 Hegðun leikmanna í leik

Leikmönnum ber að fylgja hegðunarreglum ásamt því að leika af drengsskap. Notkun chat skal vera í lágmarki og ósæmileg hegðun þar getur valdið refsingu á það lið sem á í hlut.

Notkun exploita er stranglega bönnuð og komi upp deilumál varðandi það verður hvert mál skoðað, verði lið uppvís af því að nota eitthvað sem er út fyrir ramma það sem er eðlilegt eða ódrengilegt á liðið á hættu að fá dæmt tap í þeim leik.

Hafðu samband:

Sími: 6994647

Mail: rafithrottir@rafithrottir.is​
 

 • Twitter Clean