Mótaraðir RÍSÍ
RÍSÍ er stærsti mótshaldari á Íslandi í rafíþróttum. Við höldum mót í nánu samstarfi við leikjasamfélögin í hverjum leik fyrir sig. RÍSÍ tekur mismikinn þátt í hverju mótahaldi, í tengslum við sum erum við ráðgjáfar önnur verkstjórar og svo rekum við þau allra stærstu sjálf. Flestir af reynslumestum mótshöldurum landsins í rafíþróttum starfa innan RÍSÍ og við miklum það ekki fyrir okkur hvort það séu 8 lið skráð eða 50.
Hægt að skrá sig til leiks í LOL og CS inn á vefsvæði RÍSÍ inn á Challengermode https://www.challengermode.com/s/RISI
Flaggskipin
Vodafonedeildin CS:GO
Mótastjórn: Níels Adolf, Halldór Már Kristmundsson, Benjamín Björn Hinriksson.
Rafíþróttasamtökin halda úti úrvalsdeild í Counter-strike:Global Offensive tvisvar á ári. Þetta er langstærsta rafíþróttakeppni landsins með yfir 230 keppendur.
Vodafonedeildin League Of Legends
Mótastjórn: Hafliði ,,Flati" Örn Ólafsson
Rafíþróttasamtökin halda úti úrvalsdeild í League of Legends í samstarfi við Dreamhack. Deildin er partur af formlega RIOT keppnisumhverfinu og efstu tvö sætin keppa í Telia Masters forkeppninni fyrir stærstu deild Norður Evrópu.

Íslandsmótið í efótbolta
Mótastjórn:
Rafíþróttasamtökin halda í samstarfi við Knattspyrnusamband Íslands utan um Íslandsmótið í efótbolta. Efótbolti er örtstækkandi keppnisgrein á Íslandi og tóku 50 lið þátt í fyrsta mótinu sem fór fram í byrjun árs 2020.
Önnur mót
Rocket League
Mótastjóri Einar Sindri Einarsson
Rocket League Ísland í samstarfi við RÍSÍ standa fyrir Rocket League helgarmótum í allt sumar. Ef þú hefur áhuga á því að keppa í Rocket League þá birtast allar upplýsingar inn á facebook hópnum RocketLeagueIsland
Overwatch - Almenni
Mótastjórn Jana Sól Ísleifsdóttir Karl Vinther,Björgvin Gunnar Björgvinsson
Í samvinnu við Björgvin, Jönu og Karl verða Overwatch mót endurvakin á Íslandi. En mótaröðin Almenni hvetur spilara til að skrá sig sem einstaklinga eða lið.
Allar frekari upplýsingar birtast inn á Discord svæði RÍSÍ discord.gg/GczUPgE