top of page
Mótaraðir RÍSÍ

RÍSÍ eru stærsti mótahaldari á Íslandi í rafíþróttum og tileinka sér að halda mót í nánu samstarfi við leikjasamfélögin í hverjum leik fyrir sig. Samtökin taka mismikinn þátt í hverju mótahaldi; í tengslum við sum í hlutverki ráðgjáfa, við önnur í hlutverki verkstjóra, og þau allra stærstu sjálf reka samtökin sjálf. Flestir af reynslumestum mótastjórum landsins í rafíþróttum starfa innan RÍSÍ og við miklum það ekki fyrir okkur hvort það séu 8 lið skráð eða 50.

 
Hægt er að skrá sig til leiks í flest mót RÍSÍ á vefsvæði samtakanna á Challengermode.

Flaggskipin

CS:GO Deildin

Mótastjórn: Benjamín Björn Hinriksson, Ísak Jón Einarsson, Níels Adolf Svansson og Sara Hanh

 

Rafíþróttasamtökin halda úti deild í Counter-strike: Global Offensive á hverju ári. Þetta er langstærsta rafíþróttakeppni landsins með yfir 400 keppendur. 

FRÍS

Mótastjórn: Ásdís Erla Jóhannsdóttir, Emelía Ósk Grétarsdóttir

 

Framhaldsskólaleikar Rafíþróttasamtaka Íslands er rafíþróttakeppni íslenskra framhaldsskóla sem haldin var í fyrsta sinn vorið 2021. Keppt er í þremur tölvuleikjum: Counter-Strike: Global Offensive, Rocket League og Valorant.

thumbnail.PNG
Önnur mót

ROCKET LEAGUE - RLÍS

Mótastjórn: Andri Valur Guðjohnsen, Bjarki Jón Bjarkar Kristófersson, Kristinn Halldórsson og Snorri Már Vagnsson

Rocket League Ísland standa fyrir deildarkeppnum og mótum fyrir íslenska Rocket League leikmenn. Fyrsta leiktímabil RLÍS fór fram um haustið 2020. Einnig eru haldin sumarmót á hverju sumri. Ef þú hefur áhuga á því að keppa í Rocket League þá er frekari upplýsingar að finná heimasíðu, Facebook hópi eða Discord þjóni RLÍS.

 

Heimasíða Rocket League Ísland

Facebook hóp RLÍS

Discord þjónn RLÍS

OVERWATCH

Mótastjórn: Björgvin G Björgvinsson Jacobsen, Eyrún Elíasdóttir, Guðný Stefanía Tryggvadóttir, Ingi Þór Aðalsteinsson, Karl Vinther, Markús Pálmi Pálmason, Rúnar Freyr Einarsson, Sigfinnur Andri Marinósson og Þorgerður Erla Andrésdóttir.

Almenni Bikarinn í Overwatch stendur fyrir mótaröð Overwatch á Íslandi og heldur uppi samfélagi fyrir áhugafólk á Overwatch. Samfélagið og Almenni Bikarinn prýðir sig á jákvæðu og heilsusamlegu umhverfi með reglulega hittinga bæði utan og í leik. Skráning í Almenna Bikarinn er opin fyrir bæði einstaklinga og lið svo allir sem hafa áhuga á keppni geta tekið þátt og í samfélaginu er allir velkomnir til að hanga eða spila í góðum félagsskap. Mótaröðinni er gefið skemmtilegt og einstakt þema þar sem hverju liði er úthlutað sérstöku nafni og útlitspakka bundið við Íslenskan stað og sögu.

Facebook síða Almenna Bikarsins

Discord þjónn Íslenska Overwatch

VALORANT

Mótastjórn: Ásdís Erla Jóhannsdóttir, Bjarki Melsted, Daníel Sigurvinsson, Emelía Ósk Grétarsdóttir og Leonis Zogu

Valorant deildir RÍSÍ fara fram tvisvar á ári og eru opnar öllum. Í úrvalsdeildum er keppt í opnum flokki og kvenna flokki. Deildirnar fóru fram í fyrsta sinn vorið 2022. Frekari upplýsingar um Valorant deildir RÍSÍ er að finna hér, ásamt Facebook hópi og Discord þjóni Valorant Ísland.

Facebook hópur Valorant Ísland

Discord þjónn Valorant Ísland

LEAGUE OF LEGENDS - LEÍ

Mótastjórn: Sara Helena, Huginn Orri, Brimar Jörvi og Ásgeir Rafn

League Esports Ísland sér um að halda íslensk mót og viðburði, bæði online og offline. Markmið okkar er að fá sem fjölbreyttastan hóp af spilurum með okkur, sama hvort þeir hafi mikla reynslu á leiknum eður ei. Við mælum auðvitað með að reyndari spilarar reyni við NLC til að keppa við þá bestu á* Norðurlöndunum. Fyrir frekari upplýsingar mælum við með facebook hópnum Íslenska LoL samfélagið og Discord serverinn Íslenska LoL samfélagið.

Facebook hópur LoL á Íslandi

Discord þjónn LEÍ

DOTA 2 - ÍSLAND DOTA

Mótastjórn: Vigfús Karl Steinsson, Viktor Birgisson, Bergur Árnason

Dota Ísland sér um að halda íslensk mót og viðburði, bæði online og offline. Markmið okkar er að  styrkja öflugu senuna sem á sér stað á Íslandi ásamt því að fá sem fjölbreyttastan hóp af spilurum með okkur, sama hvort þeir hafi mikla reynslu á leiknum eða ekki. Fyrir frekari upplýsingar mælum við með facebook hópnum Dota 2 Ísland 

Facebook hópur Ísland Dota

Discord þjónn Ísland Dota

GRAN TURISMO 7 - GTS ICELAND

Mótastjóri er Guðfinnur Þorvaldsson

GTS Iceland er íslenska mótaröðin í Gran Turismo og hefur verið starfrækt síðan í upphafi árs 2018. Nú stendur yfir 6. keppnistímabil mótaraðarinnar og keppt er í þremur deildum. Keppnisdagar eru á mánudögum og þriðjudögum aðra hverja viku. Keppt er í Gran Turismo 7 á PlayStation 4/5 og fer mótaröðin alfarið fram yfir netið. Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu GTS Iceland og í Facebook hópnum.

Facebook hópur GTS Iceland

Heimasíða GTS Iceland

F1

Mótastjórn: Guðmundur Flosi Þórisson, Bergþór Kristjánsson, Ólafur Ingvi Hansson, Brynjar Þór Hansson, Sigurður Jóhann Sævarsson, Fannar Reykjalín Þorláksson, Benedikt Breiðfjörð Ellertsson, Ari Páll Tómasson, Jón Brynjar Berglindarson og Eiríkur Ingi Elísson.

F1 samfélagið heldur utan um F1 Esports á Íslandi og halda úti mótum í leiknum. Þriðja tímabil F1 Esports deildarinnar hefst fljótlega. Fleiri upplýsingar um það hér. Einnig er að finna fleiri upplýsingar á Discord þjóni F1 Esports.

Discord þjónn F1 Esports

SMASH BROS

Mótastjórn: Erlingur Atli Pálmarsson, Bergsteinn Ásgeirsson og Breki Örn Sigurðarson

Smash Bros samfélagið heldur mót mánaðarlega þar sem allir eru velkomnir. Einnig halda þau auka mót í öðrum bardagaleikjum s.s. eldri Smash leikjum. Smash Bros samfélagið heldur úti mótaröðinni Zoners Paradise sem er leikin tvisvar á ári og eru gefin út power rankings í kjölfarið.

Discord þjónn Smash Bros á Íslandi

BARDAGALEIKIR Á ÍSLANDI (Ásgarður FGC.is)

Mótastjórn: Guðmundur Kári Ágústsson

Ásgarður FGC sér um að halda hittinga og mót tengda bardagaleikjum bæði online og offline. Aðallega er keppt í Tekken 7 en stefnt er á að halda mót í Street Fighter 5, Guilty Gear og Mortal Kombat á næstunni. Markmiðið er að efla bardagaleikjasenuna á íslandi ásamt Því að upphefja íslenska iðkendur. Fyrir frekari upplýsingar Þá vísa ég í Ásgarður FGC.is discord Þjóninn sem er umtalsvert virkari heldur en facebook grúppan okkar. 

bottom of page