Mótaraðir RÍSÍ

RÍSÍ er stærsti mótshaldari á Íslandi í rafíþróttum. Við höldum mót í nánu samstarfi við leikjasamfélögin í hverjum leik fyrir sig. RÍSÍ tekur mismikinn þátt í hverju mótahaldi, í tengslum við sum erum við ráðgjáfar önnur verkstjórar og svo rekum við þau allra stærstu sjálf. Flestir af reynslumestum mótshöldurum landsins í rafíþróttum starfa innan RÍSÍ og við miklum það ekki fyrir okkur hvort það séu 8 lið skráð eða 50. 

 
Hægt að skrá sig til leiks í LOL, CS og Rocket League inn á vefsvæði RÍSÍ inn á Challengermode https://www.challengermode.com/s/RISI

Flaggskipin

Vodafonedeildin CS:GO 

Mótastjórn: Níels Adolf, Halldór Már Kristmundsson, Benjamín Björn Hinriksson. 

 

Rafíþróttasamtökin halda úti úrvalsdeild í Counter-strike:Global Offensive tvisvar á ári. Þetta er langstærsta rafíþróttakeppni landsins með yfir 230 keppendur. 

640x340_vodafonedeildin_1.jpg

Íslandsmótið í efótbolta

Mótastjórn: 

 

Rafíþróttasamtökin halda í samstarfi við Knattspyrnusamband Íslands utan um Íslandsmótið í efótbolta. Efótbolti er örtstækkandi keppnisgrein á Íslandi og tóku 50 lið þátt í fyrsta mótinu sem fór fram í byrjun árs 2020. 

Önnur mót

FRÍS

Mótastjóri er Ásdís Erla Jóhannsdóttir

Framhaldsskólaleikar Rafíþróttasamtaka Íslands er rafíþróttakeppni íslenskra framhaldsskóla sem haldin var í fyrsta sinn vorið 2021. Keppt er í þremur tölvuleikjum: Counter-Strike: Global Offensive, Rocket League og FIFA.

Rocket League

Mótastjórn: Andri Valur Guðjohnsen og Emelía Ósk Grétarsdóttir 

Rocket League Ísland standa fyrir deildarkeppnum og mótum fyrir íslenska Rocket League leikmenn. Fyrsta leiktímabil RLÍS fór fram um haustið 2020. Einnig eru haldin sumarmót á hverju sumri. Ef þú hefur áhuga á því að keppa í Rocket League þá birtast allar upplýsingar inn á Facebook hóp RLÍS og einnig á Discord rás RLÍS 

Overwatch - Almenni Bikarinn

Mótastjórn: Björgvin Gunnar Björgvinsson, Jana Sól Ísleifsdóttir og Karl Vinther 

Í samvinnu við Björgvin, Jönu og Karl verða Overwatch mót endurvakin á Íslandi. Þau standa fyrir mótaröðinni Almenni Bikarinn þar sem leikmenn eru hvattir til að skrá sig sem einstaklinga eða lið, og allir sem hafa áhuga geta tekið þátt. Allar frekari upplýsingar og fréttir er hægt að nálgast á Facebook síðu Almenna Bikarsins

League Of Legends -Vodafonedeildin

Mótastjórn: Hafliði ,,Flati" Örn Ólafsson

 

Rafíþróttasamtökin halda úti úrvalsdeild í League of Legends í samstarfi við Dreamhack. Deildin er partur af formlega RIOT keppnisumhverfinu og efstu tvö sætin keppa í Telia Masters forkeppninni fyrir stærstu deild Norður Evrópu. 

Gran Turismo Sport - GTS Iceland

Mótastjóri er Guffi Þorvaldsson

GTS Iceland er fyrsta og eina íslenska mótaröðin í Gran Turismo Sport og var jafnframt fyrsta skipulagða hermikappakstursmótaröðin á Íslandi þegar hún fór af stað í upphafi árs 2018. Heimasíða GTS Iceland