Hvað eru Framhaldsskólaleikarnir?

Framhaldsskólaleikarnir er rafíþróttakeppni íslenskra framhaldsskóla sem haldin verður í fyrsta sinn núna vorið 2021. Keppt verður í þremur tölvuleikjum, Counter-Strike:Global Offensive, Rocket League og FIFA. Hver skóli getur sent inn eitt lið fyrir hvern þessara leikja. Rafíþróttasamtök Íslands (RÍSÍ) standa fyrir keppninni, samtök stofnuð til þess að vekja athygli á og styðja þróun rafíþrótta á Íslandi.

 

Hvað eru rafíþróttir?

Rafíþróttir er samheiti yfir skipulagða keppni í hverskyns tölvuleikjum. Fyrsta skráða rafíþróttamótið var haldið í Stanford háskólanum í Bandaríkjunum árið 1972. Nú, 47 árum síðar hafa rafíþróttir þróast yfir í stóran iðnað sem nær um allan heim og skapar störf fyrir þúsundir einstaklinga. Heimsfrægir atvinnumenn keppa með atvinnuliðum fyrir framan tugþúsundir áhorfenda og milljónir fleiri horfa á beina útsendingu frá mótum. Vinsælustu rafíþróttaleikir nú til dags eru strategískir fjölspilunarleikir sem flestir eru spilaðir í liðum yfir internetið.


 

  • Hver skóli getur sent inn eitt lið fyrir hvern leik, þ.e. eitt lið fyrir CS:GO, eitt fyrir Rocket League og eitt fyrir FIFA

  • Hver skóli þarf hafa ábyrgðaraðila sem hefur umsjón með liðum skólans og þarf sá aðili að vera starfsmaður skólans

  • Keppnir í CS:GO fara fram á PC, í Rocket League verður cross-platform spilun leyfð svo keppendur ráða hvort þau séu á PC eða PlayStation, og leikir í FIFA fara fram á PlayStation

  • Hvert lið sem skólarnir senda frá sér verður að hafa keppendur af fleiri en einu kyni

  • Keppendur undir 18 ára aldri þurfa að hafa skriflegt leyfi frá forráðamanni fyrir þáttöku

  • Fjórir stigahæstu skólarnir sem eru með bestan árangur í með lið í öllum leikjum fara áfram í úrslitakeppni Framhaldsskólaleikanna. Þar mætast skólar í öllum þrem leikjunum yfir eina kvöldstund í bestur af þrem leikjum keppni

  • Hægt er að fá aukastig úr samfélagsmiðlaleiknum Heilbrigðasti keppandinn sem telur í heildarstigasöfnun skólans. 

  • Sigurvegari úrslitakeppninnar verður krýndur Framhaldsskólaleika meistari 2020. 

Sendu póst á Asdis@rafithrottir.is ef þínum skóla langar að taka þátt.  

Ekki hika við að hafa samband ef einhverjar spurningar vakna!

Bestu kveðjur,

Ásdís Erla Jóhannsdóttir

Verkefnastjóri Framhaldsskólaleikanna