Reglur fyrir FIFA 21
Ætlast er til þess að allir keppendur kynni sér þessar reglur.
1 Almennt
1.1 Gildissvið reglna
Umsjónarmenn og mótastjórar hafa rétt á því að taka ákvörðun sem fellur út fyrir reglur mótsins eða jafnvel gegn þeim ef að upp koma aðstæður þar sem slíkt er nauðsynlegt.
1.2 Trúnaður
Öll samskipti leikmanna við stjórnendur eru trúnaðarmál og ekki má endurrita, afrita eða sýna á annan hátt óviðkomandi aðilum þau samskipti. Brot á þessum trúnaði er refsivert.
Lög um fjarskipti - 9. mgr. 47. gr
Sá sem fyrir tilviljun, mistök eða án sérstakrar heimildar tekur við símskeytum, myndum eða öðrum fjarskiptamerkjum og táknum eða hlustar á símtöl má ekki skrá neitt slíkt hjá sér eða notfæra sér það á nokkurn hátt. Jafnframt ber honum að tilkynna sendanda að upplýsingar hafi ranglega borist sér. Skylt er að gæta fyllsta trúnaðar í slíkum tilfellum.
1.3 Framkoma / Hegðun
Þess er krafist af keppendum að þau hagi sér sómasamlega gagnvart mótherjum sínum og sýni af sér íþróttamannslega hegðun og sýni mótherjum, áhorfendum, umfjöllunaraðilum, útsendingarteymi og stjórnendum mótsins virðingu. Komdu fram við aðra eins og þú vilt láta koma fram við þig. Ef keppandi gerist sekur um brot á reglum um hegðun getur hann misst þátttökurétt sinn fyrirvaralaust frá móti. Lið keppenda sem brjóta þessar reglur eiga líka á hættu að vera rekin úr keppni.
1.3.1 Móðganir og óviðeigandi hegðun
Þessi listi yfir hegðun sem er óviðunandi er ekki tæmandi og mun hvert atvik vera dæmt útaf fyrir sig
-
Kynþáttahatur, kynbundin mismunun eða önnur mismunun
-
Niðurlægjandi orðafar
-
Kynferðisleg áreitni
-
Hótanir um ofbeldi
-
Líkamlegt/andlegt ofbeldi
-
Notkun vímuefna
1.4 Samskipti
Öllum keppendum í mótinu er ráðlagt að fylgja Discord þjóni Firmamótsins: https://discord.gg/Af5H5tnAf2
1.5 Veðmál
Keppendum er stranglega bannað að veðja á sína eigin leiki eða á einhvern hátt hafa áhrif á leiki síns liðs fyrir tilstilli þriðja aðila.
2 Skipulag móta
2.1 Keppendur / Leikmenn
Til að keppa á mótum þurfa keppendur að vera skráðir með réttum upplýsingum um sig. Til þátttöku á mótum þurfa keppendur að hafa náð 18 ára aldri, undanþága er veitt gegn afhendingu útfylltu leyfisbréfi frá forráðamönnum, en þá er aldurstakmark 16 ára.
2.1.1 Lögmæti leikmanns í liði
Leikmaður þarf að vera skráður með því liði sem hann keppir í með réttar upplýsingar skráðar á vef mótsins. Engin undanþága er veitt undan þessu og ekki er hægt að leitast eftir samþykki mótherja um að leyfa leikmanni að spila. Ef lið gerast sek um að leika með leikmann sem er ekki löglegur, verða allir leikir sem sá leikmaður lék í dæmdir sem tap.
2.1.2 Heiti leikmanns í leik (Nickname)
Heiti sem:
-
Eru orðrétt eins og einkaréttarvarin vörumerki eða annað
-
Eru keimlík eða nánast eins og einkaréttarvarin vörumerki
-
Eru heiti á öðrum manneskjum öðrum en leikmanni sjálfum
-
Eru heiti á stjórnendum móts eða öðrum sem koma að henni
-
Eru dónaleg, þessi listi er ekki tæmandi:
-
Niðrandi gagnvart minnihlutahópum
-
Innihalda dónalegt orðbragð
-
Innihalda kynþáttaníð
-
Ofl.
-
eru bönnuð. Það að breyta hvernig orð er ritað til að komast framhjá þessum kvöðum virkar ekki.
Mótastjórn áskilur sér rétt til að neita nafni á liði eða leikmanni ef það stangar á við gildi og/eða stefnu RÍSÍ.
2.1.3 Stillingar og notkun ólöglegra forrita (svindl)
Notkun hljóð-spjallforrita svosem Discord, Mumble og annara er löglegt. Notkun annara forrita sem hjálpa á meðan keppni stendur er ólöglegt.
2.2 Lið
Lið þurfa að vera með tvo leikmenn skráða til þess að geta tekið þátt í deildarkeppni FIFA. Liðsnöfn þurfa að uppfylla hegðunarreglur.
Lið og leikmenn þess eru skyldugir til þess að gefa kost á sér í viðtöl og aðra umfjöllun í kringum mót.
2.3 Úrslitakeppni topp 4
Fjögur efstu liðin eftir samanlagða stigagjöf úr öllum keppnum og sem eru með lið í öllum leikjum fara áfram í head to head úrslitakeppni þar sem spilað er best of 3 games, allir leikir spilaðir í beinni útsendingu. Hærra seedaða liðið velur fyrsta leik, svo velur hitt næsta leik og þriðji leikurinn er decider. Allir leikmenn liða þurfa að vera tilbúnir að keppa á fimmtudagskvöldi í útsendingu.
3 Framkvæmd leikja
3.1 Stundvísi
Leikir hefjast á þeim tíma sem þeir eru skráðir á, mótstjórn áskilur sér rétt til að breyta tímasetningum leikja. Ætlast er til þess að leikmenn séu komnir á leikjaþjón 10 mínútum áður en leikur hefst. Ef annar leikmaður er meira en 15 mínútum of seinn að mæta til leiks skal leikmaður sem er tilbúinn taka skjáskot og senda á mótastjórn. Þá skráir mótastjórn tap á fjarverandi leikmanninn.
3.2 Fyrirkomulag
3.2.1 Format leikja
Spilað verður FIFA overall 90.
Hver viðureign er spiluð sem “Home and away” og samanstendur af tveimur leikjum með samanlagðri markatölu. Leikmenn skiptast á að hýsa leikinn.
3.3 Framkvæmd leiks
Keppendur bera ábyrgð á því að tengjast hvor öðrum fyrir leik og ræsa leiknum á tilsettum tíma.
Spilari sem er titlaður “Home” í leiknum sér um að hefja leikinn svo er skipt um og sá sem byrjaði Away hýsir leik númer tvö.
3.3.2 Pása á leik
Eftir að allir spilarar eru tilbúnir og leikurinn hafinn er ekki leyfilegt að taka önnur hlé en FIFA leikurinn býður uppá. Ef vandamál koma upp skal hafa samband við mótastjóra á Discord.
3.3.3 Jafntefli
Ef niðurstaðan eftir leikina tvo sem spilaðir hafa verið er jafntefli skulu keppendur hefja nýjan leik og spila þar upp á Golden Goal til þess að útkljá hver verður sigurvegari viðureignarinnar.
3.3.4 Brot á reglum
Ef það er grunur um brot á reglum, þá skal kalla eftir leikhlé og senda á mótstjórn strax á Discord rás Firmamótsins. Ekki verður tekið við kvörtunum eftir að leik lýkur.
4 Spilun og stillingar
4.1 Spilað verður með eftirfarandi stillingum:
-
Settings: Standard settings
-
Match durance: 12 minutes (6 minutes per half)
-
Game speed: Normal
-
Level: Legendary
4.2 Friendly match og PS Plus
Allir leikir verða spilaðir sem “Friendly Match”. Keppendur þurfa að hafa PS Plus áskrift til að spila vináttuleiki á netinu.
4.3 Uppstilling liðs
Bannað er að nota svokallað “custom formation”. Öll lið verða að stilla upp sínu liði með einum af uppgefnum uppstillingum í leiknum. Bannað er að færa leikmenn til með “Square” hnappinum. Ef talið er að andstæðingur hafi brotið þessar reglur skal taka mynd af uppstillingu og hafa samband við mótstjóra. Brotamaður fær viðvörun og leikurinn verður endurspilaður. Ef reglan er brotin í annað skipti verður brotamanni vikið úr keppni.
4.4 Tæknileg truflun
Ef vandamál koma upp hjá EA þjónum og ekki hægt að halda áfram spilun, þá mun leikur vera endurtekinn frá byrjun. Ef vandamál er á nettengingu hjá öðrum hvorum spilara, þá skal halda áfram frá þeim tímapunkti og markatala sú sama. T.d. ef annar spilari missir samband á 30. mínútu og staðan 1-0, þá skal byrja nýjan leik og spila þangað til 60. mínútu og markatala byrjar 1-0.
5. Úrslit
5.1 Skráning úrslita
Sigurvegari ber ábyrgð að skrá úrslit inn á vefsíðu mótsins, Challengermode.
Sigurvegari þarf að taka mynd af úrslitum þegar leik er lokið. Á myndinni þarf að koma fram eftirfarandi:
-
Lokastaða
-
PSN nöfn spilara
-
Tímastimpill
Úrslit þurfa að vera skráð ekki seinna en 10 mínútur eftir leikinn. Ef vandamál koma upp við birtingu úrslita skal hafa samband við mótstjóra á Discord server Firmamótsins.
Ef engin úrslit eru birt innan við 10 mínútur eftir að leik er lokið setur mótastjórn 0-0 á leikinn.