top of page

Hlekkur á Discord rás: https://discord.gg/npFM7ufzZn 

Hlekkur fyrir nýja ökumenn: https://forms.gle/dEaavRfXjwzR9RoJ8

 

A deild

  • Keyrir frá 20:30 til 22:30 á fimmtudögum

  • 15 keppnir yfir tímabilið á tveggja vikna fresti að jafnaði

  • Þátttökugjald er 3.000kr á ökumann, eða 5.000kr fyrir lið. Þátttökugjald greiðist hér: https://verslun.rafithrottir.is

  • Verðlaun fyrir efstu 3 og sigurvegara liða keppni

 

B og C deildir

  • Keyra sama tímabil og A deild. Keppnisdagar ekki ákveðnir að svo stöddu

  • Þátttökugjald er 3.000kr á ökumann, eða 5.000kr fyrir lið. Þátttökugjald greiðist hér: https://verslun.rafithrottir.is

  • Skráning til að vera varamaður alltaf opin. Ökumenn byrja alltaf sem varamenn. Varamenn greiða ekki þáttökugjald fyrr en þeir fá úthlutað föstu sæti.

  • Raðað í deildir eftir hraða og hreinleika á braut.

  • 20 ökumenn í hverri deild


 

Frekari reglur hægt að finna í reglubók: F1 deildir rulebook

 

FAQ

 

Hvernig skrái ég mig í fast sæti?

Allir byrja sem varamenn og hægt er að skrá sig sem varamaður hér: https://forms.gle/dEaavRfXjwzR9RoJ8

Nýjar deildir eru settar upp þegar um 30-35 varamenn eru skráðir á fastra sæta.

 

Hvernig virkar deildin?

Keppt er á 15 mismunandi brautum yfir tímabilið þar sem hver keppni gefur stig. Hægt er að ná sér í auka stig með því að setja hraðasta hringinn ef klárað er keppni innan efstu 10 sæta.

 

Hvað ef ég vil vera með vini mínum í liði?

Þið getið báðir skráð ykkur sem varamenn og tekið þátt sem varamenn þangað til að það losnar sæti. Ef að tvö sæti opnast í sama liði getið þið haft samband við mótastjórn með því að opna miða á Discord og látið mót stjórnendur vita þið viljið vera liðsfélagar.

 

Hvernig kemst ég í lobby?

Það verður alltaf að lágmarki ein/n úr mótastjórn sem verður í lobbýi og getur þú einfaldlega bætt honum sem vin á steam/Origin/PS (eftir hvaða platform þú notar) og annað hvort notar join lobby takkann eða biður um invite á Discord.

 

Hvernig tilkynni ég keppnis brot eftir keppni?

Ítarlegar leiðbeiningar hvernig kæru miði skal vera upp settur er hægt að finna í reglubókinni. Á Discord servernum okkar er hægt að finna tickets undir dálknum “kærur” og þá opnast kæru miði sem hægt er að nota til að senda inn kæru og myndbrot sem sýnir atvikið.

 

Verða einhver frí yfir tímabilið?

Frí verða yfir jól og áramót, ásamt páskum.

 

Ég get ekki keyrt á keppnisdegi A deildar, hvað geri ég?

Þú getur einfaldlega haft samband við mótastjórn og látið þá vita og reynt verður að koma þér í aðra deild.

 

Hvernig er raðað í deildir?

Raðað er í deildir þannig að topp 5 úr PS A deild og topp 5 úr PC A deild úr öðru tímabili eru gulltrygðir í A deild þriðja tímabils og svo verður úrtökumót þar sem að rest af A deildinni verður raðað miðað við hraða manna og hversu snyrtilegir þeir eru í akstri á braut. Athugið að mótastjórn áskilur sér rétt til að færa menn á milli deilda ef aðstæður bera svo undir.

 

Hvernig fæ ég varamann til að keyra fyrir mig?

Ef að þú kemst ekki í einhverja keppni þá einfaldlega merkir þú þig að þú komist ekki í viðeigandi rás á Discord og mótastjórn finnur varamann til að keyra fyrir þig. Varamenn eru ekki bundnir ákveðnum liðum.

bottom of page