top of page
Neðri deildir Ljósleiðaradeildarinnar í CS2
Skráning er opin.

Hlekkur á mótin

  • Áhugamannadeildir (önnur deild og niður)​​

    • Vordeild 24. jan til 20. mars

    • 10 leikir spilaðir yfir hausttímabilið

    • Single round robin: 1x bo3 viðureign við hvert lið

    • Þátttökugjald 25.000 krónur á lið greitt hér

    • ​Þátttökugjald lækkar í 7.500 fyrir vordeild ef lið halda áfram frá haustdeild. (Nota afsláttarkóða HAUST23LID)

  • Fast-Track mótið

    • Laugardaginn 20. janúar​

    • 4 leikir spilaðir á einu kvöldi

    • bo1 swiss. Allir spila 4 leiki

    • Niðurstöður notaðar til að hjálpa við seeding í neðri deildir

  • Fyrsta deild

    • Eitt tímabil þar sem spilað er á sama tíma og neðri deildir, 4. okt til 29. nóv og 4. jan til 15. feb​

    • 18 leikir spilaðir yfir tímabilið

    • Double round robin: 2x bo3 viðureignir við hvert lið

    • Þátttökugjald 37.500 krónur á lið greitt hér

  • Skráning lokar 19. janúar kl 23:59

  • Leikdagar á miðvikudögum (möguleiki að spila á öðrum dögum)

    • Sjálfgefinn tími fyrir leik sem átti að fara fram 14. febrúar var færður til 19. febrúar​

  • Sjálfgefinn tími leikja klukkan 21:00

  • Raðað í deildir eftir styrkleika með play-in mót til hliðsjónar (Fast-Track mótið)

  • 10 lið í hverri deild (11 í áhugamannadeildum)

  • Allar viðureignir Bo3 (2 stig fyrir sigur) 


Lesið vel yfir mótareglur

Spurt og svarað

Hvernig skrái ég liðið okkar?
 
  1. Búa til lið á Challengermode (sjá hér að neðan)

  2. Skrá liðið í viðeigandi mót

  3. Á Challengermode, ýta á Request to Join, upp kemur form​

  4. Greiða fyrir þátttöku í mótið

  5. Skrá upplýsingar um greiðslu í formið á Challengermode

Hvernig virkar mótið?
 

Spilað verður hefðbundið deildar fyrirkomulag þar sem lið mætast einu sinni innbyrðis í Bo3 viðureign yfir tímabilið í neðri deildum og tvisvar innbyrðis í Bo3 viðureign yfir tímabilið í fyrstu deild. Best-af-3 þýðir að sá sem er fyrstur að sigra tvö kort sigrar viðureignina.

Hvernig bý ég til lið á Challengermode?

Þegar allir liðsmenn hafa búið til aðgang á https://www.challengermode.com/ þurfa leikmenn að tengja leikinn við CS:GO, það er gert með því að ýta á “Add Game” vinstra megin á síðunni. Svo býr liðsstjórinn til liðið með því að gera “Create Team” hægra megin, og bjóða öllum liðsmönnunum í liðið. Leyfilegt er að skrá 5 aðalmenn, 3 varamenn og 1 þjálfara, það gerir 9 leikmenn samtals. 

Hvar borga ég fyrir liðið?
 

Skráningargjald í fyrstu deild er 37.500 krónur fyrir liðið fyrir tímabilið og 25.000 krónur fyrir neðri deildir haust tímabilið. Lið sem tóku þátt í haustdeild fá 50% afslátt á þátttökugjaldi vordeildar. Hægt er að hafa allt að 5 aðalmenn og 3 varamenn. Það er borgað hér: https://verslun.rafithrottir.is/

Hvar á ég að hafa samband komi upp vandamál,
t.d. með servers?
 

Ef upp koma vandamál er hægt að senda skilaboð á Mótastjórn CS:GO á Facebook https://www.facebook.com/MotastjornCSGO. Athugið að einnig er hægt að hafa samband við Support á Challengermode komi upp vandamál tengd leikjum.

Verða einhver frí yfir tímabilin?
 

Nei, níu umferðir verða spilaðar í röð á báðum tímabilum fyrir neðri deildir (aðra deild og niður). Fyrsta deild fá frí frá 30. nóvember til 16. janúar

Við náum ekki að spila á miðvikudegi, hvað gerum við?
 

Hægt er að endurskipuleggja leikina, en það þarf að gera í samráði við mótherjann. Þegar liðin hafa komist að niðurstöðu sendir annað liðið “Reschedule request” á Challengermode vefnum og hitt liðið þarf að samþykkja á síðunni. Leikinn þarf að spila innan viku frá upprunalegum leiktíma.

Athugið að ef lið leggur til nýjan tíma hafa mótherjar 24 tíma til að svara beiðninni áður en hún er álitin samþykkt. Lið sem lagði til nýjan leiktíma getur þá haft samband við mótastjórn til að fá hana samþykkta.

Við höfum aldrei spilað áður, hvernig tengist ég leiknum til að mæta mótherja?
 

Leiktímann er hægt að sjá í þeirri deild sem liðið er skráð í á Challengermode. Allir leikmenn liðsins þurfa að gera “Go to game” sem birtist hægra megin á Challengermode síðunni. Allir leikmenn þurfa síðan að ýta á “Ready” svo að leikurinn geti hafist, þetta þarf að gerast tímanlega, en hægt er að gera ready 10 mínutum fyrir leik.

 

Þegar allir leikmenn beggja liða hafa gert ready hefst Veto, þar sem liðsstjórar beggja liða velja þau kort sem þau vilja banna og síðan þau kort sem þau vilja spila. Að Veto loknu og allt er tilbúið, birtast upplýsingar um þann server sem leikurinn spilast á.

Þegar allir leikmenn hafa tengst servernum og eru tilbúnir að spila þurfa allir að gera !ready í spjallið í leiknum til að leikurinn hefjist. Að korti loknu þarf að fara aftur inn á Challengermode og tengjast lobby room svo liðið verði ready. Það þarf ekki að setja inn niðurstöðu kortana inn á síðuna að lokni viðureign. Síðan grípur sjálf upplýsingar af leikjaþjóninum.

Á hvaða serverum verður spilað?
 

Úrvalsdeild og fyrsta deild verða spilaðar á íslenskum serverum. Önnur deild og niður verða spilaðar á erlendum serverum.

Hvernig er liðunum raðað í deildir?
 

Lið geta tekið þátt í Fast-Track mótinu okkar sem má finna á Challengermode síðu RÍSÍ. Þegar raðað verður í deildir er fyrst farið eftir þeim liðum sem skrá sig í áframhaldandi keppni frá fyrra tímabili og halda sætinu sínu, svo er raðað eftir styrkleika nýjum liðum með fast-track mótið, fyrri árangri í deildum og/eða meðal elo leikmanna á Faceit til hliðsjónar. 

Má ég spila með fleiri en einu liði?
 

Leikmaður má aðeins vera skráður í eitt lið hverju sinni. Félagsskipti í annarri deild og niður eru leyfileg allar vikur tímabilsins nema þeirri síðustu. Sjá reglurnar okkar fyrir nánari upplýsingar um félagsskipti.

Hvernig bæti ég við varamanni í liðið?
 

Liðsstjóri sendir invite á leikmanninn sem bæta á við á síðu mótsins á Challengermode. Mótastjórn þarf að samþykkja hvert og eitt invite, ef varamaðurinn hefur ekki verið staðfestur eftir 24 tíma má senda skilaboð á Mótastjórn CS:GO á Facebook. Athugið að leikmaður þarf að vera hluti af liðinu á Challengermode, ásamt því að hafa tengt aðgang sinn við CS:GO. Hafi leikmaður spilað með öðru liði í mótinu þarf að fjarlægja hann úr liðinu innan mótsins áður en hann getur verið samþykktir í annað lið.

Hvernig virkar deildin?

 

Tímabilið skiptist í þrjá hluta:

1. Fast-Track mótið


Fyrsta mót tímabilsins sem er haldið yfir eina helgi.​

  • Hægt verður að skrá sig í deildina án þess að taka þátt í Fast-Track mótinu

  • Tekið verður hliðsjón af árangri liðs í Fast-track mótinu þegar seedað verður í deildir.

2. Deildin

Úrvalsdeild og fyrsta deild

Spilaðar verða tvær umferðir á tímabilinu. Úrvalsdeild spilar best-af-einum leik og fyrsta deild spilar best-af-þremur leik.
Allir leikir úrvalsdeildar verða sýndir í beinni útsendingu á Stöð 2 Esport og á Twitch rás RÍSÍ.

Önnur deild og niður

Tímabilin skiptast í haustdeild sem verður spiluð frá 28. sept til 9. nóv og vordeild sem verður spiluð frá 11. jan til 8. mars.
Lið spila einu sinni við hvort annað á hverju tímabili, lið spila einn best-af-þremur leik í viku.
Kortaval fer fram á Challengermode fyrir leik.

3. Bikarmeistaramótið


Í lok tímabilsins verður haldin bikarkeppni. Mótastjórn tilkynnir format mótsins.

bottom of page