top of page
Rafíþróttaspilun

Rafíþróttaiðkun eða tölvuleikjaspilun, hvar liggur munurinn? Að sama skapi er hægt að spyrja sig hvar línan liggur á milli þess að vera að æfa sig í fótbolta eða að vera að leika sér með bolta úti í garði. Eflaust er einfaldast að segja að tölvuleikjaspilun verður rafíþróttaiðkun þegar verið er að spila á skipulagðan hátt með ákveðnu markmiði (oftar en ekki því að verða betri).

Rafíþróttaiðkun er nefnilega miklu meira en bara að spila leikinn, og ef þú heldur að þú sért að æfa þig með því að spila 10 competitive leiki í röð heilalaust þá er það rangt. Rafíþróttamenn æfa sig með því að hugsa ítarlega um allt sem þeir gera í hverjum leik sem þeir spila, með því að gagnrýna sjálfan sig og æfa sig markvisst í að laga mistök, og með því að skipuleggja sig hvernig best sé að halda áfram til að ná sem mestum árangri.

Einnig skal taka fram að rafíþróttaiðkun þarf ekki alltaf að eiga sér stað í leik. Rafíþróttaiðkun getur líka átt sér stað á fundi með liðsfélögum, eða fyrir framan möppu af hugmyndum um hvernig er best að spila. Hvernig sem henni er háttað þá er það þó þannig að með rafíþróttaiðkun læra spilarar um mikilvægi samskipta og samvinnu, æfa viðbragðsflýti og snögga ákvarðanatöku, og læra lausnamiðaða hugsun og kænsku við erfiðar aðstæður, svo eitthvað sé nefnt.

Þeir jákvæðu eiginleikar sem maður ræktar í gegnum rafíþróttir gagnast manni á fjölmörgum öðrum stöðum og á öðrum sviðum í lífinu. Samviskusöm og heilsusamleg rafíþróttaiðkun er því til þess fallin að efla mann, svo lengi sem hugað sé að meðalhófi og ekki sé ofspilað. Fyrir yngri spilara er jafnframt mikilvægt að rækta samskipti við foreldra og vinna með þeim til að finna út áætlun sem stuðlar sem best að þínum þroska sem rafíþróttamaður svo þú náir markmiðum þínum. Fræðsluefni fyrir foreldra ungra rafíþróttaspilara má finna hér.

Hverju þarf ég að huga að?

Það mikilvægasta fyrir rafíþróttamenn til að huga að er heilbrigði, og á það við um líkamlegt jafn sem andlegt heilbrigði. Einstaklingur sem hugar ekki líkamlegu og andlegu heilbrigði er í raun að kjósa að spila verr en hann gæti ella, og er jafnframt að gefa mótherjum sínum sem huga að sinni heilsu tækifæri á að fá forskot á hann.

Mikilvægustu skrefin til að tileinka sér hvað varðar líkamlega og andlega heilsu þegar kemur að rafíþróttum er að sitja rétt og í góðum stól, að stilla búnaði sínum rétt upp, og að taka reglulegar pásur til að standa upp og hreyfa sig. Ráðleggingar um hvernig er best að sitja og stilla upp búnaði má t.d. á Youtube, eins og t.d. hér.

 

heilsa: svefn, vatn, mataræði, hreyfing, félagsvirkni, andleg vellíðan

Sitja almennilega, taka pásur

Hvað get ég gert til að verða betri?

Nýta tíma betur, skipuleggja sig

Taka tapi sem tækifæri til að læra

Læra utan in-game

bottom of page