top of page
Aldursviðmið í tölvuleikjum

Hér eru upplýsingar um almennt aldursviðmið í tölvuleikjum og hvað felst í þeim merkingum.

Það má einnig taka fram að þetta eru viðmið og hafa foreldrar og forráðamenn heimild til að leyfa börnunum sínum að spila þá leiki sem þeim finnst við hæfi.

Til dæmis eru engin lög gegn því að 10 ára barn spili leik með PEGI 12 merkingu ef foreldrið/forráðamaður leyfir. 


 

Hver setur viðmiðið ?

 

Það eru til nokkur mismunandi kerfi og eru þau starfandi vítt og dreift um heminn.

Dæmi um það kerfi sem við Evrópubúar notum er PEGI sem stendur fyrir Pan European Game Information.

 

PEGI

PEGI 3   – fyrir alla aldurshópa

PEGI 7   – fyrir 7 ára og eldri

PEGI 12 – fyrir 12 ára og eldri

PEG 16  – fyrir 16 ára og eldri

PEGI 18 – fyrir 18 ára og eldri

PEGI notast líka við aukamerkingu með myndum til að taka fram hvað gæti verið í leiknum.

 

               

 

 

 

 

 

Einnig sjáum við stundum til ESRB sem stendur fyrir Entertainment Software Rating Board og er þekkt í 

Bandaríkjunum, Kanada og Mexíkó.

 

ESRB

EC        – leikir ætlaðir börnum.

E          – fyrir alla aldurshópa

E 10+   – fyrir 10 ára og eldri

T          – fyrir 13 ára og eldri

M         – fyrir 17 ára og eldri

A          – fyrir 18 ára og eldri


 

Þrátt fyrir að merkingarnar séu mismunandi eftir framleiðanda þá eru þau sett á leikina til að upplýsa um hvað sé í leiknum, til dæmis hvort um er að ræða leik sem inniheldur ofbeldi og blótsyrði eða hvort leikurinn er við hæfi allra.

 

Þó kemur fyrir að sami leikurinn getur fengið mismunandi merkingar/aldursviðmið farandi eftir hvar leikurinn er spilaður.

 

Dæmi um þetta eru vinsælu leikirnir Pokemon Sword og Pokemon Shield með tvö mismunandi aldursviðmið, annars vegar E – fyrir alla aldurshópa hjá ESRB (Bandaríkin, Kanada og Mexíkó) og svo PEGI 7 – fyrir 7 ára og eldri frá PEGI (flest lönd í Evrópu).

 

Einnig er dæmi að app leikurinn Clash of Clans sem fær aldursviðmiðið 9+ í App store á Apple snjalltækjum, en framleiðendur leiksins setja aldursviðmiðið 13 ára og eldri því það er bæði spjallrás í leiknum og valmöguleiki á að kaupa fríðindi innan leikssins fyrir alvöru pening.


 

App Store

Smáforrita verslunin App Store notast við sín eigin aldursviðmið og flokkast þau í eftirfarandi:

 

4+   – Er við hæfi barna eldri en 4 ára.

 

9+   – Ekki við hæfi 9 ára og yngri.

 

12+ – Ekki við hæfi 12 ára og yngri.

 

17+ – Ekki við hæfi 17 ára og yngri.

 

Smáforrit með aldursmerkinguna 17+ má ekki selja

börnum yngri en 17.


 

Google play

Smáforrita verslunin Google play notast aftur á móti

við merkingar frá IARC sem stendur fyrir

International Age Rating Coalition og sér notandin

því þau aldursviðmið sem eiga við í sínu landi. 

 

Á Íslandi myndi það vera PEGI sem er röð númer

tvö á myndinni.
 

Ástæðan fyrir mismunandi aldursviðmiðun á leikjum í mismunandi löndum er sú að hvert land hefur sína skilgreiningu á hvað telst eða telst ekki við hæfi hvers aldurshóps og einnig gilda strangari reglur sumstaðar í heiminum varðandi hvað má vera í afþreyingarefni. 

 

Á rafíþrótta æfingum á Íslandi eru þjálfarar meðvitaðir um aldursviðmið og passa upp á að setja hluti í samhengi og leiðbeina hvað krakkarnir eru að gera í leikjunum. 

 

Hér er linkur að skjali frá vefsíðunni British Esports með nokkrum leikjum og aldursviðmiðum þeirra.

 

https://www.britishesports.org/assets/BritishEsportsInfographicAgeRatingGuidepdf1.pdf

bottom of page